Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 79
79
beinóttur í andliti, liðamikill í örmum, fótum og hönd-
um, og þó ritari góður, og talinn sterkastur allra
manna hjer á landi á þeim tíma. Hann var hæg-
ur í skapi. Sigurður dó 1753. — (Hist. eccl. III.
553.; Esp. Arb.; P. P.: H. E. 377—378.).
37. Gunnar Pálsson (fædd. 2/s. 1714) setti Har-
boe skólameistara eptir Sigurö 1742, og staðfesti kon-
ungur það árið eptir. Gunnar var skólameistari til
1753, en gjörðist þá prestur að Hjarðarholti og pró-
fastur í Dölum, og andaðist 2. okt. 1791. Síra Gunn-
ar Pálsson var ágætlega lærður og bezti kennari.
Hann þótti á þeim tíma beztur skýrandi fornvísna
í sögum vorum, enda fjekkst hann mjög við það, og
samdi skýringar yfir vísur í ýmsum fornsögum.
Hann var einnig skáld gott, og eru ýms kvæði ept-
ir hann; og að öllu var hann merkismaður. — (P. P.:
H. E. 378.; Esp. Árb.).
38. Stefán Björnsson, Skúlasonar, prests að
Flugumýri, var fæddur 15. jan. 1722. Hann var
útskrifaður úr Hólaskóla 1744. Hann var um hríð
(7 ár) við Kaupmannahafnarháskóla, en kom út
aptur 1753, og skipaði þá Jón offiicialis Magnússon
hann skólameistara. Stefán var stirðlyndur og óþýð-
ur, og 1755 útskrifaði hann 4 skólasveina óyfirheyrða
um veturinn, og suma óverðuga, og gaf þeim burt-
fararvottorð, fyrir utan ráð og vitund stiptsprófasts;
og var einn Kristján Jóhannson, er síðar var prest-
ur og prófastur í Stafholti. Þrjá af þeim ljet Stefán
prjedika í dómkirkjunni í forboði Jóns prófasts, og
er prófastur vildi síðan í votta viðurvist prófa einn ,
af þeim, Þórð, son Þórodds heyrara Þórðarsonar,
setti Stefán sig á móti því, og bannaði Þórði að
hlýðnast, og dró hann frá því, svo að yfirlieyrslan
fjekk eigi framgang að sinni. Og eitt sinn, er þeir