Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 80
80
ræddu um þetta í kveldrökkri á Hólum, var ráðizt
á stiptprófast i myrkrinu, og ætluðu menn skóla-
sveina þessa tii hafða. Bað prófastur kveikja ijós,
en þröng var mikil, og var ljósið slökkt jafnótt og
það kom upp, en prófastur náði handfesti í ýmsum
stöðum, og komu þeir honum eigi undir. Fyrir þess-
ar sakir lögsótti stiptprófastur Stefán fyrir presta-
rjetti, og var Stefán dæmdur til að gjalda 20 dali
krónugjalds til Hólaskóla, og 15 til stiptsprófasts, og
skyldi hann biðja hann fyrirgefningar. Bæturnar
komu seint fram, og setti Gisli biskup Stefán frá
skólanum; varð enginn skóli haldinn eptir jól síðan
fyrir harðinda sakir. En Stefán fór utan, og lifði í
Kaupmannahöfn við fátæki, en fjekk mikið orð á sig
fyrir kunnáttu í mælingarfræði. Stefán dó 1798.
Hann var stærðfræðingur mikill og stjörnufróður, og
varð stip. arnamagneanus, og liggja ýms rit eptir
hann og ritgjörðir. Hann gaf út »Rímbeglu« á kostn-
. að Suhms 1780 með lat. þýðingu, og Hervarar sögu
og Heiðreks konungs. — (P. P.: H. E. 378.—379.;
Esp. Árb.).
39. Hálfdán Einarsson var fæddur 20. jan. 1732.
Faðir hans var Einar Hálfdánarson, prestur að Kirkju-
bæ og prófastur i Skaptárþingi. Ludvig Harboe kom
honum í Skálholtsskóla 1745, og þaðan útskrifaðist
,hann 1749, og varð hann þá djákni að Kirkjubæ, en
árið eptir fór hann utan, og tók (1752) próf í heim-
speki með lofi, og próf í guðfræði tveim árum síðar;
fór hann þá út til Islands með Gísla biskupi Magn-
ússyni, og varð skólameistari á Hólum (1. okt. 1755).
Hafði hann það embætti á hendi um 30 ár með
miklu lofi. 1765 varð hann meistari, og tvisvar var
hann officialis, 1779—’80 og 1781—’84. Meistari
Hálfdán Einarsson var hinn lærðasti niaður og vitr-