Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 81
81
asti og bezti kennari, og sjerlegur iðnismaður, og
liggja mörg rit eptir hann, en merkust rita hans er
bókmenntasaga Islands (»Schiapraphia Hist. liter.
Isl.«), pr. Kmh. 1777, er hann varð mjög frægur af.
Hann stofnaði »hið ósýnilega fjelag«, og gaf út Kon-
ungsskuggssjá 1768, og fylgdi henni dönsk og latinsk
þýðing. Hálfdán meistari var geðprúður maður og
góðlyndur, og þó að hann drykki, skeikaði aldrei
í þvi, er hann skyldi um sjá; en þá var hann
hólsamur, er hann var við öl, og eigi af þvímörgu,
er honum var vel geflð, heldur af því, er ekki var,
en það var afl, því að hann var lágur maður og
orkulítill. Kona hans var Kristín, dóttir Gísla bisk-
ups Magnússonar, og áttu þau eina dóttur. Hálfdán
meistari dó 1. febr. 1785. (P. P.: H. E. 379.—380.;
Esp. Árb.).
40. Eptir Hálfdán Einarsson liafði Halldór
Hjálmarsson skólameistaraembættið um 4 ár. Hann
hafði orðið konrektor 1773, en sagði því embætti af
sjer 1791, og dó 10. júní 1805. Skólameistara-em-
bættið var 1788 veitt
41. Páli Hjálmarssyni, bróður Halldórs. Hafði
hann tveim árum áður (1786) tekið próf hið meira
í málfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Hafði
hann embætti þetta til 1801, er Hólaskóli var af tek-
inn og sameinaður Reykjavíkurskóla ; fór þá Páll
rektor utan, og vildi vinna það á, að Hólaskóli hjeld-
ist, og gat ekki; hjelt hann þaðan af ekki nema ein-
stöku skólasveina. 1814 varð hann prestur að Stað
á Reykjanesi. Hann andaðist 1830. (P. P.: H. E.
380.; Esp. Árb.).
II. Beykjavíkurskóli.
Eins og fyr er getið, skipaði konungur svo fyrir (29
6