Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 82
82
apríl 1785), að Skálholtsskóli skyldi verða fluttur
til Reykjavikur. Kennarar skyldu nú fá laun sín i
peningurn, er greiðast skylda við ársfjórðung hvern,
og skólapiltar fá ölmusu í peningum, en vera sjer
sjálfir úti um mat, er allt borðhald í skólanum var
nú af tekið, og enginn hryti skipaður. Kennurum
skyldu veittir 350 rdl. hvorum, til að koma sjer upp
ibúðarhúsum í Reykjavík, og var þeim einnig leyft,
að kjósa sjer einhverja konungsjörð til ábúðar. Til
að koma upp skólahúsinu voru áætlaðir 1600 rdl.,
og var húsið smíðað árin 1786 og 1787, og kennsla
hófst þar 1787. I skólahúsinu voru 5 herberginiðri.
Þeir rektor og konrektor gátu eigi komið upp hús-
um sínum sökum þess, að svo lítið efni var til lagt,
og fengu þeir þá sitt herbergið hvor í skólanum.
Piltum var ætlað svefnherbergi uppi á loptinu, og
voru þar hjer um bil 8 rúm handa 30 sveinum.
Húsið sjálft var óvandað, og ákaflega kalt; gluggar
voru bæði fáir og smáir, og var því eigi næg birta
í húsinu, og opt var þar reykur inni. I reglugjörð
skólans 1. maí 1785 var gjört ráð fyrir, að útvegaður
væri matsölumaður, er ljeti pilta fá fæði; fól Levet-
zow stiptamtmaður það á hendur skraddara nokkr-
um, en hann leysti það eigi betur af hendi en svo,
að eptir fáar vikur urðu piltar sjálfir að útvega sjer
fæði víðs vegar í kotunum kring um Reykjavík, og
var siðan aldrei skipaður bryti þar við skólann. Er
svo talið, að það hafi orðið til að spilla heilsu pilta,
er þeir urðu daglega að ganga burt úr skólanum
til matar i hverju veðri sem var; eigi gátu þeir
heldur neytt matar á ákveðnum tíma. Af þessu
leiddi einnig það, að þeir komust í kynni við hinn
lægsta skríl í Reykjavík, og varð það eigi tiln' að
bæta siðferði þeirra. Svo mikið er víst, að piltar