Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 83
83
lágu opt langar og þungar legur í Reykjavíkurskóla,
og náðu sumir sjer aldrei aptur með heilsuna. Ekk-
ert herbergi var þar ætlað piltum þeim, er sjúkir
yrðu. Af þessu hörmulega ástandi skólans leiddi
það, að lærdómurinn fór í ólagi, er piltar misstu alla
löngun til námsins, er aðbúnaður allur svo slæmur,
enda fjekk alþýða manna, bæði lærðir og leikir, ó-
beit á skólanura, svo að þeir vildu eigi láta sonu
sína þangað til læringar, er við því mátti búast, að
þeir misstu heilsuna, og þá varð einatt þaðan sjúka
burtu að taka að óloknu námi.
Hólaskóli var, eins og áður er getið, eptir kon-
ungsboði (2. okt. 1801j lagður niður sem sjerstakur
skóli, og sameinaður við Reykjavíkurskóla, og varð
þá óánægja manna með skólann almenn um land
allt.
Þá er Reykjavíkurskóli var orðinn svo hrörleg-
ur, að hann með engu móti varð notaður framar,
bauð konungur stiptamtmanni og biskupi (14. sept.
1804), að þeir útveguðu eitthvert hentugt hús fyrir
skólann, og jykju svo ölmusur fátækra skólasveina,
sem þeir teldu skólaveruna kosta; en ef svo færi,
að þeir gætu ekki útvegað hús, er skólinn yrði hald-
inn í, skyldu þeir láta gjöra við hið gamla skóla-
hús með sem minnstum tilkostnaði; enjafnframt var
þeim boðið, að þeir til nefndu einn eða fleiri staði,
þar sem skóli fyrir allt landið yrði settur. Þótti
enginn staður hentugri til þessa en Bessastaðir, og
bauð konungur, að skólann skyldi flytja þangað fyrst
um sinn, uns umbótum á skólamáli landsins væri
komið fram.
1804—1805 var hvergi opinber skóli á íslandi.
6*