Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 84
84
Skólameistari við Reykjavikurskóla
var Gísli Þórðarsonar Thorlacius, er fyr hefurverið
nefndur. Hann hafði gengið í skóla í Kaupmanna-
höfn, og tekið próf í guðfræði; en kom síðan út hing-
að, og var þá um nokkur ár umboðsmaður Þingeyra-
klausturs. Síðan varð hann skólameistari. En er
elli lagðist á hann, var houum settur til aðstoðar
Jakob Árnason, prófasts, Sigurðssonar, er síðar varð
prestur að Gaulverjabæ og prófastur í Árnesprófasts-
dæmi. Eptir það er hann var vigður, hafði hann
rektors-starf á hendi til ársins 1800, en þá fórhann
til brauðs síns. Dó 1855. Þá skipaði Geir biskup
Vídalin (22. sept. 1801) Guttorm Pálsson, prófasts,
Magnússonar, í skólameistara stað; hafði Guttormur
tekið próf (ex. art.) við háskólanp 1798. Aðrirkenn-
arar við Reykjavíkurskóla voru Arnór Jónsson, prests,
Hannessonar. Hann var fæddur 1772 ; útskrifaður
úr Reykjavíkurskóla 1794; var síðan nokkurn tíma
»proconrector« við skólann, en varð prestur að Hest-
þingum 1798; varð prófastur í Borgarfirði 1807;fjekk
Vatnsfjörð 1811, og varð prófastur í Norður-ísafjarð-
arprófastsdæmi 1817. Síra Arnór dó 1853. Hann
var skáld gott. Jón Jónsson,* prests, frá Hafsteins-
stöðum, Gunnlaugssonar, og Hjörtur Jónsson, er prest-
ur varð að Gilsbakka, voru kennarar við skólann
1803. Glsli skólameistari fjekk lausn frá embætti
14. sept. 1804, og fór þá fyrst til síra JakobsÁrna-
sonar, og árið eptir til Kaupmannahafnar, og dó þar
tveim árum siðar (1807.) (P. P.: H. E. 362.—363.,
373.-377., 398.; Esp. Árb.).
*) Síðar prestur að Grenjaðarstað.