Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 87
87
var þá skipaður við skólann hinn fjórði kennari.
Efsti kennarinn var kallaður lector; las hann einkura
guðfræði, og hafði á hendi skólastjórnina.
Skólaárið var frá 1. okt. til maímánaðarloka.
Námsgreinar þær, sem kenndar voru á Bessa-
stöðum, voru yfir höfuð hinar sömu, sem kenndar
voru í skólum í Danmörku um þær mundir, nema
frakkneska og þýzka voru eigi kenndar, en þó voru
þeir allmargir meðal pilta, eráeiginhönd iásutung-
ur þessar. Skólastjórnarráðið sendi árlega kennslu-
bækur og lesbækur til skólans, og hafði einhver
kennarinn þær piltum til sölu. Námsgreinir þær,
er kenndur voru, voru þessar: guðfrœði; þar var
fyrst lesin kennslubók Niemeyers, þá Meyers, síðan
Fogtmanns. Lesið var í nýja testamentinu á grísku.
Hebreska; þar var lesin málfræði Lindbergs, og kafi-
ar úr Mósesbókum. Latína; þar var lærð málfræði
Bröders; málfræði Madvigs var tekin upp 1843.
Lesnir voru latneskir rithöfundar, svo sem Cæsar,
Horatius, Virgilius, Cicero. Gríslca; í grísku varvið
höfð málfræði Langes. Grískir rithöfundar lesnir,
svo sem Lucian, Homer, Plato, Xenophon, I dönsku
var lesin lestrarbók Rahbeks, og síðan Flors. I
mannkynssögu var lært Agrip af veraldarsögunni
(»Almindelig Verdenshistorie í Udtog«) eptir H. A.
Kofod. I landafrœði var lesin landafræði eptir Riise
og (eptir 1843) eptir Velschow. í mœlingafrœði var
lesin kennslubók Ursins, og síðast eptir Sven-
ningsen. í reikningi var við höfð kennslubók eptir
Björn, og síðast eptir Ursin. Piltar voru látnir gjöra
latínska, danska og íslenzka stýla.
Tvö próf voru haldin i skólanum á ári hverju.
Annað prófið var um miðjan veturinn, til að reyna
pilta 1 því, er þeir höfðu numið þangað til. En hitt