Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 88
88
prófið, aðalprófið, var á vorin. Til 1830 var biskup
einn, ank kennaranna, prófdómandi, en þá(19. nóv.)
bauð konungur, að sitptsyfirvöldin skyldu árlega
kveðja til tvo menn, er vera skyldu prófdómendur
við burtfararprófin. Biskup var þó prófdómandi
með þeim, auk kennaranna. En við próf hinna, er
eptir urðu i skólanum, var biskup einn dómandi með
kennurunum.
í tilskipun 7. nóv. 1809 var svo á kveðið, að
piltar þeir, er í skóla kæmu, mættu eigi eldri vera
en 18 ára. En með því að opt var sótt um inntöku
í skóla fyrir pilta þá, er eldri voru, ritaði biskupinn
5. marz 1825 skólastjórnarráðinu og beiddist þess,
að eitthvað víst yrði á kveðið í þessu efni. En
skólastjórnarráðið svaraði því (15. apr. 1826), að
þeir stiptamtmaður og biskup skyldu ráða inntöku
þeirra pilta, er eigi væru eldri en tvítugir, en ef
þeir væru eldri, skyldi skólaleyfi þeirra liggja undir
úrskurð skólastjórnarráðsins.
1828, 28. jan., lögðu þeir Hoppe stjptamtmaður
og Steingrímur biskup Jónsson það til við skólastjórn-
arráðið, að Bessastaðaskóli gæfi árlega út boðsrit til
minningar um fæðingardag konungs, og hátíð yrði
haldin i skólanum. A þetta fjellst skólastjórnarráðið.
Hið fyrsta boðsrit kom út 1828; var hátíðin síðan haldin
árlega, og boðsrit út gefið, en boðsritinu fylgdi vís-
indaleg ritgjörð. Hátíðin fór fram á þann hátt, að
einhver kennarinn, optast lector, hjelt ræðu, og ein-
hver skólapilturinn. Þá afhenti biskup bók að gjöf
þeim lærisveini (stundum tveimur), er þótti taka
öðrum fram að iðni og framförum, og hjelt biskup
um leið stutta ræðu. Allar voru ræðurnar á latínu.
14. sept. 1839 bauð skólastjórnarráðið, að sjerhver
skólameistari, eða sá, sem gegndi embætti hans,