Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 89
89
skyldi framvegis árlega gefa út á prenti skýrslu um
skóla þann, er hann stjórnaði, og skyldi skýrslan
gefin út um þær mundir, sem hið opinbera lærdóms-
próf í skólanum færi fram, eða þá á íslandi verða
samfara boðsriti því, er þar væri vant að gefa út
til minningar hátíðarinnar á fæðingardag konungs.
Skólaskýrslunni skyldi fylgjavísindalegritgjörð eptir
einhvern kennara skóians. Hin fyrsta skólaskýrsla
kom útfyrir skóla-árið 1840—1841, og var rituð á ís-
lenzku, eins og allar skólaskýrslur frá Bessastöðum.
Boðsritin, er út komu frá Bessastaðaskóla, voru
þessi, er nú skulu talin:
1828— 1829: Ódvsseifsdrápa, 1.—2. b., eptir Sv. Eg-
ilsson;
1829— 1830: Ódysseifsdrápa, 3.—4. b., eptir Sv.
Egilsson;
1830— 1831: Hugsvinnsmál, útgefandi H. Scheving;
1831— 1832: Ólafsdrápa, útgefandi Sv. Egilsson;
1832— 1833: Placidusdrápa, útgefandi Sv. Egilsson;
1833— 1834: De mensura et dei. Islandiæ, eptir B.
Gunnlaugsson;
1834— 1835: Ódysseifsdrápa, 5.—8. bók, eptir Sv.
Egilsson;
1835— 1836: Töflur yflr sólargang á íslandi, eptir
B. Gunnlaugsson;
1836— 1837 : Forspjallsljóð, útgefandi H. Scheving;
1837— 1838: Ódysseifsdrápa, 9.—12. bók, eptir Sv.
Egilsson;
1838— 1839: Ódysseifsdrápa, 13.—16. bók, eptir Sv.
Egilsson;
1839— 1840: Ódysseifsdrápa, 17.—20. bók, eptir Sv.
Egilsson;
1840— 1841: Ódysseifsdrápa, 21.—24. bók, eptir Sv.
Egilsson;