Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 90
90
1841— 1842: Njóla, eptir B. Gunnlaugsson;
1842— 1843: íslenzkir málshættir, eptir H. Schev-
ing;
1843— 1844: Harmsól, Líknarbraut, Heilags anda
visur, og Leiðarvísan, útgefandi Sv.
Egilsson;
1844— 1845: Leiðarvisir til að þekkja stjörnur, I.
partur, eptir B. Gunnlaugsson;
1845— 1846: Leiðarvísir til að þekkja stjörnur, H.
partur, eptir B. Gunniaugsson.—
Þegar þess er gætt, að Bessastaðaskóli einnig
átti að vera nokkurs konar prestaskóli, svo að þeir,
er þaðan komu, áttu þegar að geta tekið við prests-
embætti, liggur í augum uppi, að skólinn, með því
fyrirkomulagi, sem á honum var, gat ekki fullnægt
kröfum tímans, nje staðið jafnfætis dönskum skólum.
Sáu menn, að nauðsyn bar til, að þrír væru að
minnsta kosti bekkir i skólanum, og kennara við
aukið. Tók stjórnin málefni þetta til íhugunar, og
þótti þörf á, að skólamálinu væri betur fyrir komið.
Var ritað um mál þetta fram og aptur meðal stjórn-
arvaldanna á árunum 1830—1838. 10. apríl 1838
ritaði skólastjórnarráðið stiptamtmanni og biskupi,
og krafðist álits þeirra, bæði um endurbót á skólan-
um sjálfum, og einnig uin stofnun æðra skóla handa
prestaefnum, og enda læknaefnum. Arið eptir var
mál þetta lagt undir álit nefndar þeirrar (embættis-
manna-nefndar), er eptir konungsboði (22. ág. 1838)
kom saman í Reykjavík, til að ræða um landsins
gagn og nauðsynjar. Nefndarmenn gátu eigi orðið
á eitt sáttir; sumir þeirra vildu láta skólann vera
kyrran á Bessastöðum, en hinir flytja hann til
Reykjavíkur. Stjórnin ljet þegar vorið 1844 fara að
undirbúa skólahús i Reykjavík, og 1846, 24. april,