Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 91
91
úrskurðaði konungur, að hinn íslenzki lærði skóli
skjúdi flytjast frá Bessastöðum til Reykjavíkur á
komanda sumri, og skólakennsla byrja þar 1. okt.
s. á., samkvæmt þeirri reglugjörð, sem skólastjórn-
-arráðið hafði samið. —
Kennarar við BessastaðasJcóla.
a. Lectorar eða skólameistarar.
1. Þegar skólinn var fluttur frá Reykjavík til
Bessastaða, varð Steingrímur Jónsson lector við skól-
-ann. Hann var fá'ddur 14. ág. 1769 á Mýrum i
•Skaptafellssýslu hinni vestari. Foreldrar hans voru
Jón prestur Jónsson að Þykkvabæjarklaustri, er
síðar var prestur að Holti, og kona hans Helga
■Steingrimsdóttir. Steingrímur nam fyrst skólalær-
dóm lrjá föður sínum, og kom 12 ára í Skálholts-
skóla, og var þar 2 ár. Síðan var hann 2 ár í
Reykjavíkurskóla, og þaðan var hann útskrifaður
1788. Eptir það var hann í foreldrahúsum til 1790,
-en þá varð hann skrifari Hannesar biskups Finns-
sonar, og var hjá honum 6 ár, uns biskup andaðist
(1796). Eptir það var hann 4 ár hjá ekkju biskups,
og kenndi sonum hennar og ýmsum öðruin. Arið
1800 sigldi hann til Kaupmannahafnar-háskóla, og
tók embættispróf í guðfræði 1803 meö miklu lofi.
Þá varð Steingrímur »stipendiarius Arna-magm
æanus«, og gjörðist einnig skrifari (án launa) í kan-
sellíinu, og fjekk síðan konungsbrjef (26. apr. 1805),
cr bauð, að stiptsyfirvöldin skyldu veita honum eitt
hið fyrsta brauð, er laust yrði, og hann sækti um.
17. maí s. á. skipaði konungur hann lector við
Bessastaðaskóla og skólameistara. 16. febr. 1810
var honum veitt Odda-prestakall, og vígður 21. apr.
23. jan. 1812 varð hann prófastur í Rangárvallapró-