Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 92
92
fastsdæmi, en árið 1824 (12. mai) kvaddi konungur
hann til biskups á íslandi; fór hann þá til Kaup-
mannahafnar um sumarið og tók biskupsvigslu.
1828 varð hann riddari af dannebroge og 1836.
dannebrogsmaður. Steingrimur biskup andaðist 14.
júní 1845. Hann var ættfræðingur mikill, og hefur
látið eptir sig merkar ættartölubækur i handritum.
Kona hans var Valgerður Jónsdóttir, ekkja Hannesar
biskups, og áttu þau einn son, Hannes kaupmann í
Reykjavík.
2. Jón Jónsson var settur lector eptir Steingrím
(1810), en fjekk veitingu konungs fyrir embættinu
1815. Jón lector var fæddur 31. jan. 1777 á Hvit-
árvöllum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Jón
Eggertsson, sýslumaður í Borgaríirði, og kona hans
Þuríður Ásmundsdóttir. 1787 giptist móðir hans aptur
stiptsprófasti Markúsi Magnússyni, og hóf Jón skóla-
lærdóm hjá honum. 1796 var hann útskrifaður úr
heimaskóla af Geir biskupi Vídalín. Síðan fór hann
til Kaupmannahafnar-háskóla (1797); tók hánn þar
hin venjulegu próf, og tók sfðan að lesa heimspeki
(Kant) og guðfræði, og tók embættispróf í guðfræði
1803; ætlaði hann þá um sumarið út til Islands, en
hraktist til Noregs, og dvaldi þar um veturinn við
kennslu, en vorið eptir fór hann til Islands, og dvaldi
þar hjá stjúpa sinum og móður, uns hann var árið.
1805 settur kennari við Bessastaðaskóla i stað Hjartar
Jónssonar, er þá fór til Noregs. 1840 varð hann
riddari af dannebroge. 1845 fjekk hann lausn f náðr
og hafði verið skólameistari lengur en nokkur annar
á Islandi, en gegndi þó lectors-störfum næsta skóla-
ár (1845—1846). 1846 fluttist hann til Reykjavíkur
til síra Ásmundar sonar síns, og 1854 með honum
að Odda, og andaðist þar 14. d. júním. 1860. Kona