Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 93
93
Jónslectors var Karítas Illugadóttir prests, Jónssonar
•á Kirkjubóli, og voru synir þeirra síra Markús og
síra Asmundur. —
b. Kennarar (adjuncti).
1. Guttormur Pálsson, er áður hafði á hendi
skólameistara-starf í Reykjavík. 1807, 29. jan., varð
'hann prestur að Hólmum í Reiðarfirði. 1817 varð
hann prófastur í Múlaþingi. 1821 varð hann prestur
-að Vallanesi. 1849 fjekk hann lausn, og andaðist
1860, 86 ára að aldri.
2. Jón Jónsson, »candidatum seminarii pæda-
gogici«, setti skólastjórnarráðið kennara í stað Gutt-
crms Pálssonar (18. júní 1807). 1817 ætlaði hann
>utan, til að sækja um Breiðabólsstað í Fljótshlíð, en
íórst þá með póstskipinu undir »Svörtuloptum«
undir Snæfellsjökli.
3. Hallgrímur Hannesson Scheving var fæddur
á Helgastöðum í Þingeyjarsýslu 13. júlí 1781. Faðir
hans var Hannes Lárusson Scheving, prófastur í
Þingeyjarsýslu, en móðir hans Snjálaug Hallgríms-
dóttir, prófasts í Eyjaíirði. Hallgrímur var árið 1800
•útskrifaður úr Hólaskóla. 1804 fór hann utan, og
leysti af hendi hið fyrsta próf (ex. art.) með lofi,
og árið eptir próf í málfræði og heimspeki. Síðan
.gekk hann á kennaraskólann (sem. pædag.), og
stundaði griska og latínska málfræði um 3 ár, og
var útskrifaður 1809, og hvarf þá til íslands. 5.
júní 1810 var hann settur kennari við Bessastaða-
skóla, en fjekk veitingu fyrir embættinu 5. okt. 1815.
1817 fjekk hann meistara-nafn og varð doctor i
heimspeki. 1807 og 1808 fjekk hann gullpening
háskólans fyrir ritgjörðir, er háskólinn lagði fyrir
að semja. — I boðsritum Bessastaðaskóla gaf hann