Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 94
94
út Hugsvinnsmál, Forspjallsljóð og íslenzka málsliætti..
Hann var málfræðingur mikill, einkuin í latinu og-
og grísku og íslenzku1. —
4. Sveiribjörn Egilsson var fæddur 24. febr..
1791 i Innri-Njarðvik. Foreldrar hans voru Egill
bóndi Sveinbjarnarson og Guðrún Oddsdóttir. 1801
komu foreldrar hans honum í fóstur hjá Magnúsi
konferenzráð Stephensen. 1810 var hann útskrifaður
af stiptsprófasti Árna Helgasyni. 1814 fór hann til
Kaupmannahafnar, og tók embættispróf í guðfræði
1819, og varð sama ár (27. marz) kennari við Bessa-
staðaskóla. Háskólinn í Breslau gjörði hann doctor
f guðfræði árið 1843. Sveinbjörn Egilsson var gáfu-
maður mikill og ágætlega lærður. Hann var skáld
gott, og eru »Ljóðmæli« hans gefin út (Rvík 1856).
Hann sneri á íslenzku »Odysseifsdrápu« Hómers,
Vkl. 1829—1840, og »Ilíonskviðu«, Rvk 1855. Hann
þýddi í ljóðum »Odysseifskviðu« (fram í 19. bók),.
Kmh. 1854. Hann átti þátt í útgáfu Sturlungu, Kmh.
1817—1820. Hann gaf út »Ólafsdrápu Tryggvason-
ar«, Vkl. 1832; »Placidusdrápu«, Vkl. 1833; »Fjögur
gömul kvæði«, Vkl. 1844; »Haustlöng og Þórsdrápu«,
Rvk 1851; »Snorra-Eddu« með tilheyrandi ritgjörðum,
Rvk 1848—1849. Hann samdi »ríkisár Noregskon-
unga og Danakonunga«, tímatal 851—1273, orðasafn,
og skýringar á visum í Fornmannasögum, allt pr. í
Fms. XII. Hann þýddi að mestu Fornmannasögurnar
á latínu (»Scripta historica Islandorum® I—XII.),
1) Hann varö yíirkennari við Reykjavíkurskóla 27. apríL
1846. Hann fjekk lausn frá embætti 1. okt. 1850, en gegndi
embættinu til 81. s. mán. Hann andaðist 81. des. 1861.
Kona hans var Kristín Gísladóttir, og einn sona þeirra síra
Hárus í Vogsósum.