Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 95
95
Kmh. 1828—1846. Hann sneri á latínu Snorra-Eddu
I—II., Kmh. 1848—52, og skýrði vísurnar. Hann
samdi einnig skýringar yfir vísurnar. En aðalrit
hans er »Lexicon poeticum (orðabók yflr skálda-
málið), Kmh. 1860. Hann var einn af stofnendum
»hins (konunglegaj norræna fornfræðafjelags« 28. jan..
18251. —
5. Björn Gunnlaugsson var fæddur 28. sept.
1788 á Tannstöðum í Hrútafirði. Eoreldrar hans,
voru G-unnlaugur bóndi Magnússon og kona hans
Olöf Björnsdóttir. Björn lærði fyrst hjá síra Gísla
Magnússyni á Tjörn á Vatnsnesi, og síðan hjá Hall-.
dóri prófasti Amundasyni á Melstað, og var útskrif-
aður 1808 af Geir biskupi Vídalín. 1817 fór hann
utan, og tók hið fyrsta próf (ex. art.) við háskólann
í Kaupmannahöfn, og leysti þá úr stærðfræðislegri
spurningu, er háskólinn lagði fyrir, svo vel, að hann
fjekk gullpening háskólans. Árið eptir tók hann hið
málfræðislega og heimspekilega próf; og skömmu
síðar leysti hann úr annari stærðfræðislegri spurn-
ingu, og fjekk aptur gullpening háskólans. Gaf
hann sig þá allan við tölvísi og mælingarfræði.
1822, 14. mai, varð hann kennari við Bessastaða-
skóla. Hann ferðaðist um ísland árin 1831—43, og
mældi landið, og er eptir þeim mælingum gjörður
»Uppdráttur íslands«, er Bókmenntafjelagið gaf út
1845. Hann samdi »Einfaldar reglur að útreikna
1) Hann varð rektor við Reykjavíkurskóla 27. apríl 1846.
Haustið 1850 gerðu skólapiltar uppþot í móti honum. Hann
fjekk lausn 16. júní 1851, en gegndi þó skólameistarastörfum..
fram að haustinu. Hann andaðist 17. ágúst 1852. Kona.
hans var Helga, dóttir yíirdómara Benidikts Gröndals, skálds-
ins, og áttu þau 10 börn saman. Þau giptust 20. júní 1823.
Einn sona þeirra er skáldið mag. Benidikt Gröndal,