Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 96
96
tunglsins gang«, á ísl. og lat., Vkl. 1828; »De men-
sura Islandiæ«, Vkl. 1834; »Töíiur yfir sólarinnar
sýnilega gang á íslandi*, Vkl. 1836; »Tölvisi« 1. h.,
Rvk 1865; »Leiðarvísir að þekkja stjörnur« 1. h.
Rvk 1845, 2. h. Rvk 1846. Hann orti hið heimspeki-
lega kvæði, er heitir »Njóla«, og hefur þrisvar verið
prentað (Vkl. 1842 og Rvk 1853 og 1884).1 —
6. Arni Helgason, dómkirkjupresturí Reykjavik,
var setttur kennari við Bessastaðaskóla eptir fráfall
.Jóns kennara Jónssonar 1817, og hafði kennsluna á
hendi til 1819, er Sveinbjörn Egilsson tók við. Arni
Helgason var fæddur 27. okt. 1777; útskrifaður úr
Reykjavíkurskóla 1799; fór utan til háskólans 1804,
og tók embættispróf í guðfræði 1807. Honum var
veittur Vatnsfjörður 1808, en fór þangað aldrei,
fjekk Reynivelli 1811, dómkirkjuprestur 1814, og
prestur að Görðum á Álptanesi 1825. Prófastur varð
hann 1821, og biskup að nafnbót 1858. 1828 varð
hann riddari af dannebroge. Hann andaðist 14. des.
1869. Hann var einn af stofnendum Bókmennta-
fjelagsins; gaf út »Sunnanpóstinn« (2. árg.); tók
: saman Helgidagaprjedikanir.
7. Gisli Magnusson, Beinteinssonar, lögrjettu-
• manns, var kennari við Bessastaðaskóla 1845—1846
í stað dr. Sveinbjarnar Egilssonar, er þá var erlendis.
1) Hann var skipaður kennari við Reykjavíkurskóla 27.
april 1846. Hann varð yfirkennari 15. júni 1851; fjekk lausn
10. febr. 1862 frá 1. apríl s. á., en gegndi embœttinu til loka
skóla-ársins; hafði hann þá verið kennari í 40 ár. Hann
andaðist 17. marz 1876. Hann var tvíkvæntur. Var fyrri
kona hans Ragnheiður Jónsdóttir, ekkja Jóns kennara Jóns-
sonar á Bessastöðum, en síðari Guðlaug Aradóttir, læknis á
.Flugumýri, ekkja Þórðar Bjarnasonar i Sviðholti.