Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 99
99
búinn dauðlegu holdi sífellt er;
en, ódauðlegi stormur, undan þér
ólmt gnötrar baf, og hlýðir þínu boði.
Það kvíðir fyrir komu hans og stynur,
og kveinkar sér í dimmu sorgarhljóði;
er bylur vex, þá brýzt það um og drynur,
og beljar hvitu lram í ölduflóði,
og eptir hann í ekkaþrúngnum móði
upp þrúngið, harmsogandi lengi dynur.
En hvort þú æðir fram í ógnar veldi,
eða þú bærist ekki, kyrr og rór,
ertu þó ætíð eins, hinn mikilfeldi,
almáttugs drottins speigill, blái sjór,
sem sjálfur ert svo djúpur og svo stór,
en umgjörðin þín grams og keisara veldi.«*
Vér þurfum ekki að minna á það sem sjórinn heflr
gleypt; hann er djúp dauðans, en hann er líka lifið
oglífsins vegur: hann felur ísérbjörgina sem sjómaður-
inn dregur, og hann er sá vegur fyrir saingaungurn-
ar, sem ekki var lagður af manna höndum, og aldrei
þarf að endurbæta. A hverju ári finnast ný dýr og
nýjar jurtir, sem hvergi geta lifað nema í sjávar-
djúpinu, og er sjórinn þannig ótæmanleg uppspretta
vísindanna, og eins mikill leikvöllur þjóðanna eins
og þurlendið.
Enhið hvikula, bylgjandi eðli sjóarinshefir að ýmsu
*) Þannig í Félagsritunum 4. ári (1844). í útg. 1880 er
sumu breytt, en mér flnnst það ekki betra. Þetta er raun-
ar ekki orðrétt þýðíng á kvæði Byrons, en hugsun skáldsins
er her framsett svo að allir hljóta að skilja hana. Þýðíng-
in aptan við Manfreð (1875) er svo ógurleg, að maður yerð-
ur að engu í orðagjálfrinu — eins og maður væri kominn á
Chioagosýninguna — og er allt miklu tignarlegra og ein-
faldara hjá Byron sjálfum.
7*