Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 100
100
leyti gert öðruvísi áhrif á anda mannsins en landið.
Af því hann er opt svo geigvænlegur, af því menn
finna ósjálfrátt, að menn standa þar gagnvart óvið-
ráðanlegum náttúrukrapti, sem menn geta notið þeg-
ar hann er ljúfur og vær, en getur færst í þann
ham sem enginn fær móti staðið: þá hefir sjórinn
frá aldaöðli vakið geig og hvumleiðar tilfinníngar
hjá sjómönnum og æst ímyndunar-aflið svo að það
hefir framleitt ýmsar furðusjónir, sem hvergi eiga
sér stað í rauninni. Því þó að vér vitum, að sjór-
inn er fullur af lífi, þó að vér vitum, að hann er
ómælilegt leiksvið fyrir óteljandi tegundir dýra, þá
er hafið opt og tíðum óttalegt, þegar svo ber undir,
eins og allir vita; það er eins og ógurleg og bylgj-
andi eyðimörk, storm-æstur undrahjúpur, þar sem
dauðinn rís og ríður á hverri báru, og æsir ímynd-
unaraflið, sem raunar er sterkara hjá ómenntuðum
mönnum en þeim, sem hin svo nefnda »menntun«
hefir kúgað allt þess konar úr, en ekki getað bætt
upp með neinu öðru en peníngum og óhófi. Þess
vegna eru líka til svo margar sögur um sjódrauga
og ýms undur, sem sjómenn hafa trúað og trúaenn
í dag. I útlöndum er er ekki minna en hér um
slíkar sögur. Meðal annars má minna á eina sögu,
sem lengi hefir gengið milli manna og jafnvel orð-
ið stórskáldum að yrkisefni, hún heitir »náskipið«
eða »sá fljúgandi Hollendíngur«, og er raunar farið
með hana á ýmsan hátt. Svo er sagt, að skipherra
nokkur í Hollandi, Vanderdecken að nafni, hafi ætlað
suður fyrir Affríku til Indlands; hann átti heima í
Amsterdam og laglegan búgarð fyrir utan borg-
ina; áður en hann hélt af stað, hét kona hans að
allt skyldi vera prýtt og málað er hann kæmi apt-
ur. Skipstjórinn hélt af stað, en er hann varkom-