Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 101
101
inn suður á móts við Góðrar vonar höfða, þáhreppti
hann ofsaveður og komst ekki fyrir höfðann, en
vildi með engu móti leggja skipinu inn i neina vík
og bíða þar byrjar. Þarna var hann um hríð að
sigla fram og aptur, til þess að hrekjast ekki lángt
úr leið; þá kom eitt skip svo nærri honum að kalla
mátti til hans, og var hann spurður, því hannhéldi
ekki inn í víkina; en hann svaraði því, að fjandinn
skyldi eiga sig ef hann nokkurntíma legði inn á
víkina, þótt hann ætti að svamla hér til dómsdags.
Síðan hefir hann alltaf verið þar á flakki með skip-
ið, og þóttust margir hafa séð hann, enaldrei nema
i myrkviðris roki; þá lætur hann setja út bát og ná
i skip, ef það fer þar fram hjá; fölur maður ogsjó-
votur klifrar upp á skipið, og hefir bréf í hendinni,
og biður um að koma þeim til Amsterdam, en eng-
inn þorir að taka við þeim; þá spyr sjódraugurinn
um ýmsar götur i borginni og um fólkið sem þar
eigi heima, en honum er svarað, að fólkið sé dáið
og búið að rifa götuna fyrir meir en hundrað ár-
um; þá fer maðurinn að gráta og kveina, að þeir
skuli aldrei geta fengið að sjá fósturjörðu sína; en
þegar enginn vill taka við bréfunum, þá leggur
hann þau á þilfarið og lætur járnstykki ofan á til
þess að þau ekki fjúki — síðan fer hann í bátfhn;
en allir á skipinu sjá náskipið álengdar, þegar leiptr-
in Ijóma snöggvast í þrumuveðrinu og ósköpunum.
Enginn þorði að snerta bréfin, en þá vildi svo til
að járnstykkið rann af bréfunum, þegar skipið hjó
fram í sjóinn, en bréfin fuku víðsvegar út í loptið.
Skömmu eptir slotaði veðrinu og birti upp, og kváðu
hásetar það því að þalcka að bréfin hefði farið, en
i það skipti sást ekki tramar til náskipsins. Þetta
er aðal-gángurinn í sögunni; en annars er hún sögð