Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 102
102
með ýmsu móti. — Trúin á sjóskrímsl var orsök til
dauða Þorleifs Bjarnarsonar Jórsalafara; svo segir
um þetta í Hirðstjóra-annál :* »Barna Bjarnar og
Solveigar er tveggja sérdeilis getið, nefnilega Þor-
leifs júngkæra og áður nefndrar Kristínar. Kristín
var lengi vanheil og lá í rekkju. Þorleifur bróðir
hennar vildi gipta sig norður í Eyjafirði. Um vet-
urinn hugðist Þorleifur að ríða norður og hafði hesta
sína í eldi á Melgraseyri og Hamri, en ætlaði að
fara þángað á skipi með sveinum sínum. Sama dag
sem hann skyldi reisa, gekk hann til hvílu systur
sinnar að kveðja hana; var hún þá mjög þúnglega
haldin. Hann sagði þá til hennar: »Yiltu nú trúa
draumum þínum, systir, að þú munir lifa mig?«
»Ætlað hef eg það, bróðir minn, inn til þessa, en
nú má guð ráða, hvort við sjáumst meir«. Hér við
varð hann glaður, bauð henni góðar nætur og gekk
til skips með förunauta sína; en þann sama dag
drukknaði Þorleifur og þeir allir. Hinum megin
fjarðarins bar svo við, að förukona nokkur fór með
sjónum frá Hamri út að Melgraseyri. Hún sá ein-
hverja nýbreytni á steini eður skeri skamt frá landi,
og þagði þar yfir allt til kvelds; þá kom upp fyrir
henni: »Hvað mun skrímslið fagra hafa gert af sér,
serft egsáá steininum í dag? Það var fagurrautt með
vænumannsálitiog gullbaug á hverjumfíngri. Þaðbenti
rneð hendinni, en eg skildi ekki, hvað það sagði,
fyrir hræðslu sakir«. Sem fólkið þetta heyrði, brá
*) Geíinn út af Guðmundi Þorlákssyni í Safni til sðgu Is-
lands &c. 2. Bindi 1886. bls. 643.—641. Árbækur Espólíns
1392. Eg til færi allan staöinn úr annálnnm, svo aðdrag-
andinn sjáist; en eg veit að fæstir munu líta eptir þessu í
safninu eða árbókunum.