Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 103
193
því mjög við, grunaði um júngkæran, fór til og fann
hann dauðan.*
Þessi gamla kerlíng hefir þá verið í hinu sama
hugar-ástandi sem menn voru í fyrir mörgum
öldum, meðan þjóðirnar voru á æskuskeiði og eng-
in menntuð hugsan náði til að stjórna ímyndunar-
aflinu. Vér vitum at mörgum fornum ritum, að
menn þegar í elztu fornöld ímynduðu sér aila nátt-
úruna fulla af goðmögnum og kynjaverum, ekki ein-
úngis í manns mynd, heldur í ótal öðrum forynju-
myndum og það ekki sízt í sjávardjúpinu. Samt
vissu sumir menntaðir menn að þetta var ímyndun
nin; Plínius segir að ruglaðir menn (confusi) trúi á
þessar skrípamyndir (monstrificae effigies) í sjónum.
Eptir því sem Grikkir trúðu, voru til ótal sjávar-
dísir, og þekkjum vér nöfn margra þeirra; allar þess-
ar fögru dísir voru undir yfirráðum Poseidóns (Nep-
túnusar,) sem átti heima í dýrðlegum sal í sjávar-
djúpinu, skínandi af gulli og gliti eins og Glitnir
(II. XIII. 20—22. Hesiod. Theog. 933). í fornum
kveðskap vorum er kvennmaðurinn kenndur við sjó,
sjálfsagt beinlínis, þó að í Laufáseddu standi: »En
því er rétt að kenna konu við sjó eðr hönd, at þat
á heiti saman ok eign konunnar, svo semhöndheit-
ir mund, ok svo heimanfylgiu hennar. Sær heitir
mar ok svo ver; mar heitir ok liestr, og því má
kenna til sjóar karla ok konur;« enda kemur þetta
ept fyrir, að konaerkend til sjóar eingaungu, hvern-
ig sem þeir nú hafa hugsað sér þetta samband. I
norrænni goðafræði er eiginlega enginn verulegur
sjávarguð í líkíngu við Poseidón Grikkja, því að
Ægir, Njörður og Mlmir eru allir sjóarguðir,enNjörð-
ur einn talinn með Ásum. Ægir var raunar sjóar-