Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 105
105
mynd um sjóorminn heflr gengið meðal sjómanna
um lángan tíma, og hámenntaðir menn hafa
verið svo sannfærðir um þessar sjónir, að þeir hafa
gert myndir þeirra eptir eigin augnasjón. Sagnirn-
ar um sjóorminn frá seinni öldum eru ekki mjög
úngar. Hans Egede, sem var trúboði á Grænlandi
og merkasti maður, segist hafa séð sjóskrímsl eða
sjóorm fyrir sunnan Grænland 6. júlí 1734, og heflr
hann látið mynda þetta eins og orm að aptan, en
með lángri trjónu og nokkurs konar kraga eða eins
og stórum eyruggum. Svo hafa sögurnar allt til
skamms tíma gengið viðstöðulaust meðal sjómanna
af öllura þjóðum. Árið 1808 rak einhver ófreskja
upp á Orkneyjum, 56 fet á lengd og 12 fet að um-
máli, og var makki eða kambur á bakinu. í Ame-
riku hefir mikið gengið á með þessar sögur eins og
annað; svo var 1817 í höfninni viðGlocester íMassa-
chusetts; þótti svo mikið bera á þessu, að náttúru-
fræðisfélagið í Boston safnaði vitnisburðum frá 40
manns, sem allir þóttust hafa séð sjóskrímslíð ekki
lengra á burtu en í skotmáli, og var sagt um 80—■
90 feta að lengd. Skömmu síðar kom þar upp beina-
grind, sem sögð var úr úngum sjóormi, og var þá
þessu gefið vfsindalegt nafn og kallað »Scoliophis
Atlantica« — allt saman tómt rugl, og stendurekki
i nokkurri vísindalegri bók.
En menn láta ekki svo fljótt undan. Árið 1848
var M’Ouhac yfirf'oríngi á herskipi því, er Dæd-
alus hét, á sjónum milli Elínareyjar og Góðr-
ar vonar höfða, og þá sá hann sjóorminn í tuttugu
mínútur ásamt öllum undirforíngjum á skipinu. Þeim
virtist höfuðið ná tvær álnir upp úr sjó, en skrokk-
urinn liggja endilángur á sjónum, og ætluðu liann
um 30 álnir að lengd; þegar ormurinn gapti, þá