Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 106
106
hefði raaður getað staðið upp réttur í gininu. Ormur-
inn var dökkbrúnn, að lit gulhvitur áhálsinum, og með
eitthvað eins og makka. Yfirforínginn sendi ensku
herflotastjórninni skýrslu um þetta, og sagöist ábyrgj-
ast að hún værí sönn. — Sama ár sá Henderson,
skipstjóri á amerísku skipi, Daphne, einnig sjóorm
nokkuð fyrir sunnan miðjarðarlínuna, og var skotið
á hann með járnarusli, en þá flýði hann. Árið 1856,
hinn 6. Júlí, sá Tremearne, skipstjóri á »Princess«,
eitthvað á sjónum nokkuð undan Góðrar vonar höfða,
og var svipað tré, en þeir héldu það sjóorminn og
skutu á hann; þeir þóttust sjá eins og sex upprétta
ugga á bakinu á honum. Enn fremur þóttust menn
sjá sjóorminn i Tafelbai við Góðrar vonar höfða í
Febrúar 1857; Dr. Biccard og margt annað fólk sá
þá orminn og var skotið á hann, en hann stakk sér
undan skotinu. Menn ætluðu hann mundi vera um
hundrað álnir á lengd. Líklega heflr þetta ekki
verið annað en risavaxin sæjurt, þvi í suðurhöfum
vex sú þángtegund, er Macrocystis heitir hjá vis-
indamönnum; hún er með stórum blöðrum eins og
belgjaþáng, svo stóruin, að otrar liggja opt á blöðr-
unum og hvíla sig; þessi sjóplanta verður meir en
þrjú eða fjögur hundruð álna að lengd, og leggirnir
flækjast og snúast saman af hreifingu sjávarins og
verða eins og feiknadigrir og lángir kaðlar sem
bylgja upp og niður og til frá eptir kvikunni; má
því hæglega ímynda sér að þetta sé risavaxinn orm-
ur; en sú mynd, sem Dr. Biccard gerði af þessum
»sjóormi«, líkist miklu fremur laungum þara en
nokkru dýri. Árið 1846 var einhver «doctor» Koch
í Ameríku og sýndi þar beinagrind, sem átti að
vera af sjóormi; þessu var einnig gefið vísindalegt
nafn og kallað »Hydrarchos« eða sækóngur; beina-