Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 107
107
grindin var 140 fet eða 70 álnir að lengd, og var
hún keypt í Berlín fyrir margar þúsundir króna til
aýníngar »fyrir fólkið«; en er hinir þýzku náttúru-
fræðíngar rannsökuðu þetta, þá komst það upp að
»doctorinn« hafði safnað sér saman hryggjarliða-
rusli úr alls konar dýrum og fest allt saman, svo
þetta var tómt »humbug».
En þetta ernúenn ekkinóg. Hinn 8. Júlí 1875 var
Drevar, skipstjóri á barkskipinu »Pauline« frá Eng-
landi, á sjó við norðausturströnd Brasilíu. Það var
um kl. 11 fyrir miðjan dag í fögru og heiðskíru
veðri, og sjólítið. Þá segir skipstjórinn í skýrslu
sinni: »Um þetta leyti tókum við eptir einhverjum
svörtum blettum á sjónum,og einhverjum hvítleitum
strók þar uppi yfir, svo sem 15 faðma á hæð. Eg
hélt fyrst það væri klettur, sem væri þannig litur,
«g var eg hræddur um að við værum nálægt ein-
hverri grynníngu. En allt í einu hrundi strókurinn
niður með braki og skellum, og annar strókur
kom upp. Þetta gekk nokkra stund hvað eptir ann-
að. Eg sá í kíkir að þetta var ógurlegur ormur,
sem hafði tvívafið sig utan um hval. Þeir bröltu
Jiarna í sjónum og ormurinn sneri hvalnum i kríng
eins og kefli með því að beita hausnum og halanum.
•en tveir hvalir voru þar rétt hjá og börðu sjóinn
með bægslunum og sporðunum, og varð af þessu
allmikil ólga í sjónum. Þetta undur varaði eitt-
hvað 15 mínútur, og lauk svo að hvalurinn sýndist
steypast beint á höfuðið og sporðurinn upp í loptið;
síðan hvarf allt, og við héldum að ormurinn hefði
farið með hvalinn niður að grunni*. Drevar skip-
stjóri ætlaði lengd ormsins allt að 90 álnum, þar
sem hann var tvívafinn utan um hvalinn; hann gapti
ávallt, og hausinn var ákafiega mikill. Fám dög-