Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 109
109
•optar með nokkurra ára millibili, 1612, 1618, 1641
•og 1672, og er ekki lýst frekar. En árið 1749 og
;þar eptir mögnuðust þessar sögur svo, að ekki ein-
lúngis almúgafólkið, heldur einnig prestar og mennta-
menn þóttust sjá þetta, stundum einir, stundum
margir saman, en þá var það ekki ormur, heldur
-eins og selur, eða þá eins og strókur eða ólögulegt
flikki; stundum eins og stórvaxinn hestur kolsvartur
með hendur á bakinu, eða skepna með tveim trjón-
um, eða eins og eitthvað stórt sem hús —; en allar
þessar sögusagnir eru mjög óáreiðanlegar og sanna
■ekkert nema að »eitthvað« hafi sést, og þetta »eitt-
hvað« hefir án efa verið missýníugar og ofsjónir.
Því það er auðsætt að slíkar skepnur, ef þær væri
til, mundu þurfa meira rúm en eitt vatn eða fljót,
og það ekki stærra en Lagarfljót, þó að það þyki
stórt hér á landi. Raunar er hér ekki um sjóskrímsli
að ræða, en þó er þetta nokkuð skylt; þessi skrímsla-
trú er einnig á vötnum og ám, og gengur víða um
lönd, bæði um nykra og aðrar sjónir — þarf ekki
annað en minna á Kataness-dýrið —; þetta kemur
stundum upp allt i einu.
í Konúngs-skuggsjá eru talin mörg hvalanöfn,
en skrímsl eru þeir hvalir ekki kallaðir. Hvala-
heitin eru þessi: hnýðíngar, vognhvalir (vagna, vögn),
svínhvalir, andhvalir, skjaldhvalir, geirhvalir, barð-
hvalir, fiskreki, sléttibaka, hafurkitti, hrosshvalur,
rauðkeinbíngur, náhvalur, skeljúngur, norðhvalir,
reyður og hafgufa. Af þessum nöfnum eru nú al-
gengust þessi: hnýðingur, andarnefja (andhvalur?),
náhveli (náhvalur) og reyður eða reyðarfiskur (steypi-
reyður, hrafnreyður). Hrosshvalur eða hrosshveli
og rauðkembíngur eru og alþekt nöfn, en talin með
illhvelum eða forynjum sjóarins. Hafgufa heyrist