Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 110
110
nú aldrei, og óvíst hvort það hefir nokkurn tíma,
verið algengt, þó það sé einu sinni nefnt í Örvar-
Odds Sögu fyrir utan í Skuggsjá. Illhveli eru nú
þessi helzt nefnd: nauthveli, búrhveli eða búrir
hrosshveli og rauðkembíngur; stökkull er varla talinn
með illhveluro; katthveli og hundhveli munu sjaldnar
vera nefnd. Jón Arnason hefir ritað greínilega um
þetta í Isl. Þjóðsögum 1. Bd. 628—632 bls. Sem
skrímsl nefnir Skuggsjá einúngis hafstramb og mar-
gýgi. Ekki er óliklegt, að »hafstrambur« sé svipuð
hugmynd og sú skepna sem Egede þóttist sjá og
gerði mynd af, eins og áður er á vikið. Lýsíngin
i Skuggsjá er þannig1: »Svo er sagt um þat skrímsl
er menn kalla hafstramba, at þat sé í Grænlands-
hafi; þat skrímsl er mikit vexti ok at hæð, ok hefir
staðit upprétt úr hafinu; þat hefir svo sýnzt sem
þat hafi manns herðar, háls ok höfuð, augu ok munn
ok nef ok höku. En upp í frá augum ok brúnum
þá hefir verit því líkast sem maðr hafi haft á höfði
hvassan hjálm. Axlir hefir þat haft svo sem maðr,
en engar hendr, ok svo liefir þat sýnzt sem þegar
hafi þat svengst (o: mjókkað) frá öxlum ofan, ok
æ því mjórra er þat hefir neðar meirr verit séð.
En þat hefir engi séð, hversu hinn neðri endir er
skapaðr á þvi, hvort heldr er at sporðr hefir á verit
sem á fiski, eða hefir hvast niðr verit sem hælL
En líkamr þess hefir því líkr verit at ásýn sem
jökull; engi hefir þat svo glöggt séð, hvort heldr
hefir á verit hreistr sem á fiski, eða húð sem á
1) Þessi orð og annara rita veröa að takast öll eins og
þau eru, því það má ætla sem víst, að annaðhvort hafa ekki
nærri allir bækurnar sem visað er til, eða þá þeir fletta þeim.
ekki upp. Ritháttinn hef eg blátt áfram.