Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 112
112
þá er það ekki alveg rétt. Hafmeyjar hafa menn
hugsað sér sem fríðar og töfrandi kvennamyndir,
■en þetta er lýsíng á trölli eða forynju, og minnir
fremur á Hrímgerði í Helgakviðu Hjörvarðssonar,
eða skessurnar í Ketils sögu hængs og Hjálmtýs
sögu og Ölvers, því allar slikar verur voru sjó-
skrímsli, þó þar sé ekki sagt að þær hafi allt af
búið í sjónum. Margýgur er einnig nefnd í Olafs
sögu helga, og er lýsínginþar blendnari og ber vott
um að böfundurinn hefir lieyrt getið um Sírenur.
Frá þessu er ítarlega sagt í sögunni þannig: »Svo
•er sagt, at heiðíngjar þeir, er réðu fur i Karlsám1,
blótuðu tvær undarligar skepnur til fulltíngis sér,
þær er styrkvar urðu þeirra mótstöðumönnum; þat
annat var margýgr, hún liggr i Karlsám, en stund-
um í sjá; hún svtefir skipshafnir með fögrum saung,
en drekkir þeim síðan, en stundum æpir hún svo
hátt, at menn verða nær at gjalti, ok hverfa af því
aptr. • Margýgrin lá þá í Karlsám; þat kvikendi er
svo skapat, at þat er fiskr niðr frá beltisstað ok
fjöðr á, en kona upp þaðan; þat er hennar náttúra,
þá er hún er í vatni, at hún leikr sér at fiskum,
ok ef hún steypir sér at skipi, þá þykir þeim ráðinn
manntapi; en ef hún steypir sér frá skipi, þá farn-
ast vel2. Þetta skrímsl var svo magnat, at þat hafði
mörgum at skaða vorðit þar í ósinura. Þá er Olafr
konúngr skyldi út leggja, þá sá þeir, þar sem mættist
1) Menn hafa haldið að þetta sé ,Garonne‘-fljótið á
Frakklandi, en það er alls óvíst; þetta nafn er hér í sögunni
bæði haft um hérað og um vatnsfall eða eitthvert vatn.
2) Hér ber saman við Skuggsjá um hafstrambinn og mar-
gýgina — þetta hefir liklega verið algeng trú, en ekki hver
ritað eptir öðrum.