Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 115
115
og 1329 segja annálar að margýgur hafl sést við
Island, og margir erlendir sjómenn hafa þókzt sjá
eitthvað þess konar, það er: haímey, skapaða sem
mann ofan að mitti og með laungu hári — en aldrei
höfum vér heyrt getið um karlmanns-mynd; raunar
trúðu Grikkir og Rómverjar á hvorutveggja (Trítóna,
Nereus o. s. frv.) og í Þjóðsögum er talað um »sæ-
fólk«, en kvenmanns-myndina eina þykjast menn á
seinni tímum opt hafa séð og ekki annað, og teljum
vér ekki þær sögur. Hugmyndin um þessar sjóar-
og vatna-disir hefir getið af sér margan fagran skáld-
skap, og þarf eigi annað en minna á »Úndínu«, sem
Steingrímur Thorsteinsson hefir snúið, mjög fagra
skáldsögu. Við hefir og borið, að fundizt hefir í
Danmörku skepna rekin af sjó, sem ómenntað fólk
ætlaði að vera mundi af þessu »sæfólki»; en Japetus
Steenstrup sannaði að það var kvikindi af höfuð-
fætínga kyni eða smokkfiska, og nefndi það »Archi-
teuthis mona.chus«, en Danir kölluðu það »Sö-
munk«.
Um »hafgufu« segir Skuggsjá: »Einn fiskr er
enn ótaldr, er mér vex heldr i augu frá at segja
fyrir vaxtar hans sakir, því at þat mun flestum
mönnum útrúligt þykja; þar kunna ok fæstir frá
honum nokkut at segja gjörla, því at hann er sjaldn-
ast við land eðr í von við veiðarmenn, ok ætla ek
ekki þess kyns fisk margan í höfum; vér köllum
hann optast á vora túngu hafgufu; eigi kann ek
skilvisliga frá lengd hans at segja með álna tali,
því at þeim sinnum sem hann hefir birzt fyrir
mönnum, þá hefir hann landi sýnzt líkari en fiski;
hvorki spyr ek at hafi veiddr verit né dauðr fund-
inn, ok þat þykir mér líkt at þeir sé eigi fleiri en
tveir í höfum, ok aungvan ætla ek þá auka geta
8*