Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 116
116
sín á milli, því ek ætla þá hina sömu jafnan vera,
ok eigi mundi öðrum fiskum hlýða at þeir væri svo
margir sem aðrir hvalir fyrir mikilleika sakir þeirra,
ok svo mikillar atvinnu er þeir þurfa. En sú er
náttúra sögð þeirra íiska, at þegar hann skal eta,
þá gefr hann ropa mikinn upp úr hálsi sér, ok fylgir
þeim ropa mikil áta, svo at alls kyns fiskar, þeir
er í nánd verða staddir, þá safnast til, bæði smáir
ok stórir, ok hyggjast at sér skuli aflast þar matar
ok góðrar atvinnu; en þessi hinn mikli fiskr lætr
standa munn sinn opinn meðan, ok er þat hlið ekki
minna en sund mikit eðr fjörðr, ok kunna fiskarnir
ekki at varast, ok renna þar með fjölda sínum. En
þegar kviðr hans er fullr ok munnr, þá lýkr hann
saman munn sinn ok hefir þá alla veidda og inni-
byrgða, er áðr girntust þángat at leita sér til mat-
fánga«. — Það er eðlilegt, að leiða orðið ,hafgufa’ af
,haf‘ og ,gufa‘ og skoða það sem gufumökk á sjónum,
eins og gert er í Grönl. hist. Mind. III. 371. (sbr.
einnig ,myrkvi sælægr' Fornm. s. VI 261), en samt
sem áður er eitthvað undarlegt við þetta nafn og
óalþýðlegt (það stendur einnig í hvalaheitum í Eddu
og í Örvar-Odds-sögu), enda sjást og myndirnar
»hafgúa« og ^hafgýgjsu1 (fyrir hafgýgur=margýgur).
Finnur Magnússon segir f Grönl. h. M. 1. c. að haf-
gufu-nafnið sé á Islandi kallað »lýngbakr«, en það
er ekki rétt, því í Örvar-Odds-sögu (21. kap.) eru
þetta tvær verur: »Þetta eru sjóskrímsl tvö, heitir
annat hafgufa, en annat lýngbakr, er hann mestr
allra hvala í heiminum« — svo kemur lýsíng á haf-
1) ,Hafgúa‘, Bjarni Thórarensen 257 (2. útg.); ,hafgýgja‘
(eða ,hafgígja‘) hef eg líka heyrt — hvorttveggja eru vit-
leysur.