Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 117
117
gufunni: »erþathennar náttúra, at hún gleypir bæði
menn ok skip ok allt þat hún náir; hún er í kafi
svo at dægrum skiptir, ok þá hún skýtr upp höfði
sinu ok nösum, þá er þat aldri skemr enn sjóarfall,
at hún er uppi. Nú var þat leiðar sundit, er vér
fórum á milli kjapta hennar, en nasir hennar ok
hinn neðri kjaptrinn voru klettar þeir, er yðr sýnd-
ist í hafinu; en lýngbakr var ey sú er niðr sökk«.
Áþekk sjóskrimsli hafa Norðmenn kallað »kraken«,
en það nafn hefir eigi komizt til vor; en sjómenn
vorir nefna »hólmafisk« og þykjast hafa séð hann —
eins og tvær eyjar eða hólma upp úr hafinu; þetta
hef eg heyrt af þeim mönnum sem annars eru ólygnir
og áreiðanlegir. En mönnum getur sýnst ýmislegt,
þá er menn eru í hættu staddir og stórfiskar allt í
kríng um opnar ferjur. ímyndanir um sjóskrímsli
hafa frá alda öðli verið algengar hjá sjómönnum
allra landa, allt í frá elztu goðsögnum Inda og
Grikkja til allra forynjanna sem Nearchus sá í
Indiahöfum og má enn sjá þetta á gömlum landa-
bréfum, þar sem sjórinn er látinn vera alsettur
ýmsum undra-skepnum, sem teygja sig upp úr öld-
unum.
Sérhverjum manni hlýtur að vera auðsætt, hversu
hugsunarlausar þessar sögur eru og gagnstæðar allri
skynsemi og öllum náttúrulögum — þjóðtrúin hirðir
ekki um slíkt; til að mynda að ætla að til sé skepn-
ur, sem æxlist ekki, en sé alltaf hinar sömu, og yrði
þvi að vera ódauðlegar, eins og sagt var um haf-
gufuna; og fleira mætti neína þess konar. En allt
þetta er í rauninni sprottið af þeim áhrifum, sem
sjórinn gerir á mennina. Stundum hafa myndazt
mjög fagrar þjóðsögur af sjóarhugmyndum: Eihn
dag sáu menn frá Skáni, að bátur kom af sjó, segla-