Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 119
119
og var mikil rekistefna um hver kynni það rétt, og
kunni það enginn nema Einar næpa; en ekki er
sagt hvaða nafn það var (Sturlúnga [1,96—97). Af
þessu sést hvernig á því stendur að ekki má nefna
nöfn illhvela og sjóskrímsla á sjó. (um þetta hef
eg ritað í Folketro i Norden, í Annálum fornfræða-
félagsins 1863, bls. 197—134).
Vér höfum nú híngað til talað um hugmynda-
sögur, sem myndazt hafa ósjálfrátt af áhritum sjó-
arins; en til eru einnig aðrar sögur, sem eru bygð-
ar á sannleik og verulegri reynslu. Þau sjóskrímsli,
sem vér híngað til höfum talað um, hefir enginn
maður veitt eða náð þeim, þau hafa hvergi rekið
upp eða fundizt dauð, en að sjóskrimsi sé til —
hræðilegar skepnur og fullt eins ógurlegar og þær
forynjur sem imyndunaraflið bjó sér til á fyrri öld-
um, veruleg »monstra natantia«, eins og Hórazíus
kemst að orði: það skulum vér þegar sýna.
Eg á hér. við kvikindi af þeim dýraflokki, sem
vér köllum höfuðfætínga (Cephalopoda), af því fæt-
urnir, sem raunar einnig gætu heitið armar, eru í
kríng um höfuðið. Sum dýr af þessum flokki eru
smávaxin, en sum aptur svo stór að þau eru ein-
hverjar hinar hryllilegustu skepnur í sjó, ekki ein-
úngis vegna stærðarinnar, heldur og vegna þess út-
húnings, sem náttúran hefir veitt þeim. Þau eru
að sköpulagi svipuð hinni smávöxnu tegund sem vér
köllum «smokkfisk« eða »smokk«, af sköpulaginu,
og er hún sumstaðar hér við landið. Hinar stór-
'vöxnu tegundir eru að öllu samtöldu, það er aðsegja
með fótunum eður örmunum, allt að 20 álnum að
lengd; þar af eru fæturnir 15 álnir, en skrokkurinn
fimm álnir og þar eptir digur; armarnir eru digrir
eins og manns-læri og alsettir sogskálum, opt tennt-