Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 120
120
um, og sjúga sig blýfast við allt það er kvikindið
leggur þá utan um. Þau eru gljúp eins og hlaup
eða kvoða; byssukúlur hafa farið í gegn um þau án
þess menn hafi orðið varir við að dýrið hefði mein
af. Smávöxnu tegundirnar hafa opt náðst heilar,
en hinar stóru aldrei nema meir eða minna skadd-
aðar, og þekkja menn þær einkum af örmunum og
munnfærunum, sem eru hornkend og eins og páfa-
gauks eða lunda-nef í lögun; menn þekkja einnig
hina ínnri byggíngu þeirra, því hún er áþekk í öll-
um fiokkinum. Þessi stórvöxnu dýr hafa stundum
rekið hér og þar, og hvervetna vakið undrun manna,
stundum hafa menn og hitt þau á sjó, og þókt þau
hvumleiðir voðagestir, enda sjaldan þorað að eiga
við þau að fyrra bragði. Það hefir ætið verið fært
í sögur og þókt hin mesta nýlunda, þégar þau hafa
sést, því þau eru ekki að jafnaði ofansjávar, held-
ur halda þau sig líklega á botninum og ná sér þar
fiskum með örmunum. Stöku sinnum hafa þau rek-
ið hér á land, og i Skarðsár-annál er lýsing af slíku
dýri; einnig í ferðabók Eggerts og Bjarna; ófróðir
menn hafa kallað fæturna ýmist hala eða horn.
Annars eru til ýmsar sögur um viðureign manna
við þessar skepnur, og sumar óljósar, þvi menn hafa
ekkert vitað við hvað menn áttu; sumt í þeim er
ýkt, eins og verða vill þegar svo stendur á. Denys
de Montfort hét maður nokkur skrítinn. náttúrufróð-
ur, og kallaði sig «náttúrufræðíng Hollendínga-kon-
úngs«; hann dó um 1820 og er hann enn nefndur
Við sum lindýr. Hann safnaði ýmsum fágætum sög-
um, og þar á meðal þeirri, að skipstjóri nokkur,
Dens að nafni, var á sjóferð í Atlantshafinu fyrir
vestan Affriku, nokkuð sunnar en miðjarðarlínan, og
voru þrír af hásetunum á bát við hliðina á skipinu