Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 123
123
Þessa sömu skepnu skoðuðu margir ærlegir menn,
•og einn halinn af því skrímsli var hafður til sýnis
heim til Þíngeyra. Þessi sjófiskur er líkast til að
lieiti ígull, og hafi nafn af þeim mörgu og fögru
hvarma-augum, sem á hans hölurn eður sundfjöðr-
«10 eru. Hvers fisks nafn nefnt er ígull í Eddubók,
með öðrum fiska-nöfnum«. Þessa getur og Eggert Ólaf-
^son í ferðabók sinni bls. 716, og hefir hann skilið
hvaða dýr þetta var. (Sjódýr sömu eða skyldrar
tegundar hafa tvisvar annars rekið í Húnaflóa, 1790
og 1890, sbr. skýrslu hins ísl. náttúru fræðisfélags
1890. Mig minnirogaðeghafiheyrt eitthvað umaðþau
liafi rekið víðar hér við land, en það er næsta sjald-
gæft). í Októbermánuði 1673 rak eitt slíkt kvikindi
npp á írlandi, og eru til um það bréf frá samtíða
mönnum; myndir hafa og verið gerðar af dýrinu,
■en þær munu nú týndar. Vér setjum hér tvö af
jiessum bréfum til samanburðar við hina íslenzku
lýsíngu í Skarðsár-annál. Fyrra bréfið er frá Thomas
Hooke i Dyflinni til Jóns Wickins í Lundúnum, og
er ritað 23. December 1673. »Kæri vinur! Eg sendi
yður þetta enn fremur um fiskinn, og fulivissa eg
yður um það sem eg hefi þegar sagt, en bæti því
við, að þá er eg frétti um manninn, að hann héti
■James Steward, og hann hefði fyrir tveira eðaþrem
nóttum komið í prenthús nokkurt í nánd við mig til
þcss að fá leyfi borgarstjórans prentað, um að mega
sýna fiskinn, þá gerði eghonumboð, aðegvildi fá að
tala við hann, og kom hann með uppdrátt af fisk-
inum og sagði mér frá honum á þessa leið : Mig
minnir það væri um miðjan Októbermáuuð, að eg
reið aleinn fram með sjónum hjá Dingle-I-cosh, og
sá eg þá eitthvað á sjónum; eg sá horn á því, en
mér virtist augnaráð þess ógurlegt; eg þorði ífyrstu