Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 124
124
varla að líta á það, en er eg herti upp hugann og^
virti það fyrir mér, þá var það einhver hin feg-
ursta sjón sem eg hefi séð; hornin voru alsett hring-
urn*, og litu út eins og perlur og gimsteinar; það
veifaði hornunum til og frá í kríng um höfuðið eins
og snígill; öllum tíu hornunum; tvö hin lengstu teygði
það beint fram, en hinum veifaði það í allar áttir.
Þegar það kom upp að fjörunni, þá krakaði það
niður með framhlutanum ogvarð þannig fast ; eg fór
og fékk mannhjálp, en það hreifði sig ekki, svo vér
óttuðumst ekki; vér fengum oss reipi og brugðum
því um apturhluta skrímslisins og fórum að draga
það upp á fjöruna, en það lá kyrt. Mönnunum óx
þá hugur, og tóku þeir í hornin til þess að koma
því upp, en hríngirnir bitu þá svo fast aðþeirurðu
að sleppa ; þessir hríngir voru settir tönnum að
neðan, og höfðu mátt til að festast við hvað eina
sem snerti þá. Vér hreifðum þá hornin með lypti-
staungum, en er kveld var komið, þá skildum vér
við það þar í fjörunni; fórum þángað morguninn
eptir og fundum það dautt. Tvö hornin eru um II
fet annað, en hitt um 9 fet; hin önnur átta hornin
voru um 6 og 8 feta laung, og á digurð við manns-
handlegg. — Maðurinn hafði farið með tvö styttri
hornin með hríngunum á oe svo hötuðið, sem var
lítið, en með hitt gat hann ekki komizt svo lángau
veg. Til vitnis um þetta eru margir menn þar á»
staðnum, og er þetta efalaus sannleikur. Húðin á,
dýrinu var öll rauð utan, og hvít að innan, flmm
*) »Crowns» í frumritinu. Það eru beinhríngirnir utan,
um sogskálarnar, og eru þeir alsettir hvössum tönnum."—
Fæturnir eða armarnir eru hér nelndir »horn«.