Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 126
12f>
stærstu hornin í niiðjunni; hin átta hornin vorurae5
hundrað hríngum hvort um sig, i tvísettri röð á
hverju horni, alls 800 liringar, og á hverjum hrfng
voru tennur, sem rifu allt sem við þær kom, með
því að lykja saman hinum hvössu tönnum, sem voru
eins og hjól í sigurverki; hríngirnir voru á stærð
við þumalfíngur á manni eða stærri, svo að maður
gat stúngið fíngri sínum i þá, og var eitthvað eins.
og perla í miðjunni; bakið á þessu skrímsli varhul-
ið fagurrauðum möttli með kögri allt í kríng beggja
megin, eins og á borðdúk, og féll niður með hverrf
hlið, og hvít rönd utan um; möttullinn og hringirn-
ir voru dýrðlegir ásýndum (glorious to behold); þetta
skrímsli hafði ekkert bein í sér, enga ugga né hreist-
ur, né fætur, en var með mjúkri húð eins og kviður
á manni. Það synti með vængjum á möttlinum
(lappits of the mantle); það gat skotið litla höfðinu
álnar lángt fram úr stóra höfðinu og dregið það inn
aptur eptir vild sinni, og var það svipað fálka-neff
og hafði í litla höfðinu tvær túngur, sem mennætla
það muni taka fæðu sína með; þegar það var dautt
og skorið, þá óg lifrin 30 pund. Maðurinn sem náði
því kom til Clonmel hinn 4. Dec. og hafði með sér
tvö af hornunum ásamt litla höfðinu i laungum stokk,
og uppdrátt af fiskinum dreginn á lérept, og var f
fullri stærð, og kom hann tíl Dyflinnar til þess að
sýna borgarstjóranum þetta».
Ein undarleg saga kom upp í stríðinu milli Engla
og Vesturheimsmanna seint á næstliðinni öld. Engl-
ar höfðu náð af Vesturheimsmönnum sex skipum,
og hét eitt »Ville de Paris; þeir létu 2000 hermenn
á skipin og tvö önnur skip gæta þeirra; en fyrirlið-
inn á öðru gæzluskipinu hét Inglefield, álitlegur mað-
ur. Meginflotinn hélt á burtu. En nóttina eptir