Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 127
127
heyrðust neyðarskot frá »Ville de Paris«, og þar sá-
ust kyntir eldar til þess að ná í hjálp. Engum gat
dottið í hug hvað að væri, þar sem enginn stórsjór
var og menn vissu að skipið var vel út búið og í
góðu ástandi. Hin flmm skipin héldu þá öll á stað,
til að hjálpa »Ville de Paris«, en þau sukku öll
allt í einu og Inglefíeld komst með naumindum lífs.
af ásamt 14 mönnum öðrum; skipinu hafði allt í.
einu hvolft, en af tilviljun losnaði einn báturinn og
þar komust þeir í; þeir lentu eptir lángan hrakníng
á eyði-eyju, og þar dóu 13 mennirnir, en Inglefielch
var bjargað ásamt hinum 14da af skipi frá Ameríku.
Ekki er getið um hvar þetta hafi átt að vera, en
sé nokkuð sattíþessu, þá gat það verið á Nýfundna-
lands-miðunum, þar sem menn vita að risavaxnir
höfuðfætíngar liggja í djúpinu. Annars er sagan
mjög ótrúleg: að sex herskip skuli þannig hafa sokk-.
ið í einu vetfángi, og að þessi sjódýr sé svo máttug
að geta dregið svo mikinn þúnga til botns. Og þetta.
er sett á bækur ekki alls fyrir laungu af menntuð-
um mönnum og ætlast til menn taki það trúanlegt.
Hefði þarna komið ský-strokkur, straumiða eða hvirf-
ilbylur snövglega, þá gátu skipin raunar eyðilagzt,
en eyðileggíngin hefði orðið allt öðruvisi, hún hefði,
ekki orðið án ummerkja, en þarna gekk allt sam-
an þegjandi og hljóðlaust, eptir því sem ráða er af •
frásögninni.
Vér skulum nú geta um aðrar frásagnir, sem
eru gerðar á seinni tímum, sem eru bjartari en fyrri
aldirnar af ljósi vísindanna — ekki svo að skilja,
sem með því eigi að rengja hinar tyrri frásagnir
eða lýsaþær marklausar; miklu fremur hjálpar það
til að styrkja þær.
I frakkneska vísindafélaginu (Academie) í París