Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 128
128
var lesið upp bréf til herflota-ráðgjafans frá M.
Bouyer, yfirforíngja á »Alecton«, ritað 2. December
1861:
»Herra ráðgjafi, eg leyfi mér að skýra yður frá,
að eg varpaði akkeri við Teneriffa þann lsta Dec-
ember klukkan átta um morguninn. Mér hefir hlotn-
ast ágætasta veður frá Cadiz til Teneriffa, eða frá
27da November til lsta December; eg hefi getað
haft segl uppi og þannig sparað kol svo mikið, að
ekki hefir verið kynt meir en 6 tons á dag, og við
fórum 7 eða 8 hnúta1 með góðum landnyrðíngi.
Undarlegur atburður hefir viljað til á leið minni.
30ta Nóvember, klukkan 2 eptir hádegi og hér um
bil 40 vikur frá Teneriffa varð fyrir okkur furðuleg
skepna, sem eg þegar kaunaðist við að mundi vera
hinn risavaxni höfuðfætíngur, sem margir hafa ef-
ast um og haldið að væri tómar ýkjur.
Þar sem mér nú hlotnaðist að vera svo nærri
einni af þessum ókunnu skepnum, sem hafið sýnir
oss einstöku sinnum eins og til þess að minna oss
á hversu lítið vér vitum, þá ákvarðaði eg að rann-
saka þetta nákvæmar og reyna að ná því.
En þá tókst svo óheppilega til að skipið fékk
stóran sjó á hliðina og ruggaði því ákaflega, svo að
því varð ekki beitt svo létt og liðlega sem skyldi;
en skepnan, sem var að mestu leyti ofan sjávar,
hreifði sig eins og hún hefði eitthvert vit á að forð-
ast skipið. Vér gerðum ýmsar tilraunir til að drepa
dýrið eða ná því, en gátum að eins skotið á það
nokkrum kúlum, og loksins komumst vér svo nærri
þvi, að það varð skutlað, og kaðli brugðið utan um
1) vikur sjávar.