Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 129
129
það. En í því vér ætluðum að draga það í kaðlin-
um, þá brauzt það svo um, að skutullinn losnaði, en
partur af halanum rifnaði af, því að kaðallinn skar
inn úr holdinu, og vér náðum upp i skipið flikki
sem óg 40 pund. Vér höfðum séð þetta dýr svo
nærri, að vér gátum gert uppdrátt af því. Það var
af smokkfiska kyni, en halinn virtist benda á, að
það væri ókunn tegund. Það var hér um bil níu
álnir að lengd, fyrir utan armana; en þeir voru átta,
og 5 eða 6 fet að lengd. Dýrið var óttalegt ásýnd-
um, dökkrautt að lit og gljúpt eins og kvoða.
Bæði »offícerarnir« og hásetarnir lögðu fast að
mér, að eg skyldi láta setja út bát, svo þeir kæm-
ist betur að dýrinu. Omögulegt er ekki, að þeim
hefði tekizt það; en eg þorði ekki að leyfa þeim
þetta, því eg var hræddur um að ófreskjan mundi
bregða .örmum sínum, sem voru alsettir sogskálum,
utan um bátinn og hvolfa honum, og svo einnig
hrífa mennina sjálfa. Eg þóttist ekki hafa leyfi til
að leggja líf manna minna í bersýnilegan voða,
einúngis vegna forvitni, og það enda þótt vísindin
hefði getað grætt á því eitthvað. Þrátt fyrir laungun
þeirra og ákafa hlaut eg að skilja við dýrið þannig
skaddað, en það virtist allt af að forðast skipið með
vilja; þegar vér reyndum til að nálgast það, þá lét
það sígast í kaf, og kom upp aptur hinumegin við
skipið; fór svo hvað eptir annað«.
Um sama efni ritaði umboðsmaður (consul)
Frakka á Teneriffa, Sabin Bertholet, náttúrufræð-
inginum Moquin-Tandon bréf um sama efni, og hefir
hann sjálfsagt haft það eptir þeim sem sjálfir voru
sjónarvottar að þessu. Bréfið er ritað 12. December
1861 og hljóðar þannig:
íGufuskipiðjAlecton', skipstjóri lieutenant Bouyer,
9