Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 130
180
lagðist hér á höfnina á leið sinni til Cayenne.
Þetta skip hefir hitt á risavaxinn smokkfisk, sem
synti í hafsbrúninni. Þessi skepna var um 18 fet
á lengd, að ótöldum örmunum í kring um höfuðið,
og voru alsettir sogskálum. Það var dumbrautt á
litinn. Augun sýndust skaga fram úr höfðinu og
voru stór og ógurleg. Munnurinn á því var eins
er fuglsnef, og virtist vera nærri því álnar lángur.
Skrokkurinn vaf sívalur, digrastur um miðjuna, og
héldu menn hann mundi vega hér um bil 4400 pund.
Það hafði tvo ugga aptast á skrokknum, stór og
flakandi börð. Það var hinn 30ta Nóvember að
þetta sjóskrímsl sást f'rá »Alecton«. Skipstjórinn lét
undir eins stöðva skipið á rásinni, og fór að reyna
til að ná dýrinu, þótt það væri stórt. Kaðlar voru
losaðir til að bregða um það, byssur hlaðnar og
skutlar hafðir til reiðu; þegar það fékk fyrstu kúluna,
þá sökti það sér niður og sveimaði undir skipið, en
kom þegar upp aptur hinumegin við það; þannig
hvarf það tvisvar sinnum eða þrisvar, og kom allt
af upp aptur og veifaði örmunum í kríng. En skipið
elti það allt af og hægði á sér eptir því sem dýrið
hreifði sig. Þetta gekk i þrjár klukkustundir; skip-
stjórinn á »Alecton« vildi fyrir hvern mun ná í þessa
nýstárlegu skepnu, en hann vogaði ekki að hætta
lífi manna sinna með því að setja út bát, því skrímslið
hefði hæglega getað hvolft honum með einum einasta
armi. Skutlarnir hnigu inn í það á kaf, alveg á-
rángurslaust, og margar kúlur fóru i gegn um það
og virtust ekki skaða það hið minnsta. Samt sem
áður hefir það fengið mikinn áverka af einhverju
skotinu, því það spjó ógurlegri blóðugri froðu ásamt
með einhverri slímvellu, sem lyktaði eins og »moskus«.
í þessu augnabliki tókst þeim að bregða um -það