Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 131
131
köðlunum, en þeir runnu utan af skrokknum vegna
slepjunnar, og stöðvuðust þar sem uggarnir voru.
Þá reyndu þeir til að draga það upp á skipið, og
meiri hluti skrokksins var þegar kominn hátt upd
úr sjónum, en dýrið var svo ógurlega þúngt, að
kaðallinn skar í gegn um holdið og klipti apturhlut-
ann frá framhlutanum; þá datt dýrið aptur í sjóinn
og hvarf, en þeir á »Alecton« sýndu mér apturhlut-
ann.-----Eg skal bæta því við, að sjómenn frá
Kanarí-eyjunum hafa sagt mér, að þeir opt hafi séð
rauða smokkflska geysistóra, sem þeir þorðu ekki
að eiga neitt við«.
A seinni tímum hafa menn meira lagt sig eptir
þessum dýrum og fengið nákvæmari þekldngu á
sköpulagi þeirra og byggíngu, en eins og áður er
getið heflr engin af þessum stórvöxnu skepnum náðzt
heil og ósködduð, og eru því myndirnar af þeim að
nokkru leyti gerðar eptir áætlun. Menn hafa sögur
um þau úr öllum höfum hnattarins, en einna mest
heflr borið á þeim fyrir utan Nýfundnaland og fyrir
austurströnd Ameríku; þar eru stór fiskimið og þar
liggja þessar skepnur í djúpinu og á sjáfarbotninum
og veiða sér fiska, en koma sjaldan upp; halda
menn þau sé þá veik eða eitthvað að þeim. Þessi dýr
geta hleypt úr sér dökkum safa og myrkvað með
því sjóinn allt í kríng um sig, og hafa því einnig
verið kölluð »kolkrabbar« eða »blekfiskar«, en ekki
er þess getið að þessi stórvöxnu, dýr hafl gert það;
má vera að lýsíngarnar gángi fram hjá því. Sjó-
menn við Ameríku hafa opt orðið fyrir þeim og verið
dauðhræddir við þau. Smávöxnu tegundirnar eru
etnar í suðurlöndum, en þykja þó ekki neitt sælgæti;
bleksafinn hefir verið hafður i svartan málaralit og
þótt mesta dýrindi til þess; innan í líkamanum er
9*