Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 132
• 132
kalkfjöður eða kalkflaga, sem er með ýmsu móti
eptir tegundunum, og hefir úr henni verið gert tann-
dupt og fleira, en nú er minna um það. Það er
eitt eðli þessara dýra, að þau geta skipt litum og
gert sig ýmist bleik og föl, eða dökkrauð; kemur
þetta til af eins konar kyrtlum i húðinni með litar-
efni, og getur dýrið fyllt þá eða tæmt þá og dregið
þá sundur og saman með sérstaklegum vöðvum, svo
litirnir sýnast hverfa og magnast á víxl, og gera
þau þetta til þess að tæla fiskana sem þau eru að
ná. Við Ameríku hafa menu nákvæmlega tekið
eptir smokkfiskunum, sem koma þar þétt upp að
landinu og elta markrílin; þeir eru sömu tegundar
og hér. Þeir þjóta eins og örskot aptur á bak og
áfram og eins út á við til hliðanna, og bíta fiskinn
1 hnakkann með nefinu, svo að mænan fer sundur,
og bíta þeir ætíð þríhyrnt stykki úr holdinu; samt
tekst þeim þetta ekki ætið í einu vetfángi, svo þeir
verða að gera margar atreiðir við sama fiskinn,
einkum ef hann er nokkuð stór. Hafi þehn opt
mistekizt þetta, þá breyta þeir lit og gera sig fölva
og leggjast á botninn; þá tekur markrílið ekki eptir
þeim og þá getur smokkfiskurinn náð því; én ann-
ars hafa þeir á sér rauða eða rauðbrúna litinn,
þegar þeir eru á sundinu. Markrílin hafa og vit á
að gabba smokkfiskana, því þau mjaka sér allt af
grynnra og grynnra, en smokkurinn eltir og hleypur
þá opt á grunn og kemst ekki út aptur; þeif sækja
og eptir ljósi eða birtu, og elta blys sem borin eru
fyrir þeim, svo þeir standa grunn og eru þá teknir
til beitu; eptir því hafa menn og tekið, að þeir
hlaupa á grunn með morgninum, eða með fullu túngli,
og halda menn birtan valdi því. Sjómenn fara opt
um dimmar og kyrrar nætur með blys og tæla með