Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 133
þeim smokkfisk.ana á grunn; þc'r eru og veiddir í
net og á smokkaungla eins og hér átti einu sinni
að hafa, og kom mynd af slíkum aungli í einhverju
blaði.
Rauðkembíngur er talinn með illhveium; en það
er ekkert að marka þó hann sé kallaður »hvalur«;
nöfnum er opt ruglað saman; rostángur er t. a. m.
talinn með hvölum og kallaður »rosmhvalur«, en er
þó enginn hvalur; smokkfiskur og skeifiskur eru
heldur ekki fiskar, heidur lindýr; broddamúsin er
ekki mús, heldur fiskur, o. s. frv. Rauðkembíngur-
inn þarf því alls ekki að vera hvalur; sjómenn kunna
fleslir að nefna hann, en sjaldan munu þeir hafa
þókzt sjá hann. En hann þarf alls eigi að vera
imyndan ein eða hugarburður; því nægar ástæður
virðast vera til þess að ætla að þetta sé verulegt-
sjódýr, ef til vill einhver af þessum stórvöxnu höf-
uðfætíngum sem nú hefir verið getið; ein lýsíngin
segir, að» bakið á þessu skrímsli var hulið fagurrauð-
um möttli með kögri allt í kríng beggja raegin, eins
og á borðdúk, og féll niður með hverri hlið«; þetta
hefir maðurinn sjálfur séð og án efa sagt rétt frá,
og í öðrum lýsíngum á ókunnum sjódýrum er talað
um fax eða makka; þegar skepnan er á sundi og
keniur upp svo þetta flaksast til og frá, þá stendur
allt heima; það er »rauðkembíngur«. Raunar er
hvergi getið um þetta á þeim dýrum af þessu kyni,
sem inenn hafa getað verulega rannsakað, enda ekki
víst að það sé á öllum; en þess ber að gæta, að öll
þessi dýr hafa verið meir eða minna skemd, svo að
þessar tyrjur eða húðtægjur (þvi eitthvað þess konar
er það) hljóta að vera slitnar af þeim, eða menn
þá ekki hafa hitt enn á þá tegund. Það er líka