Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 134
134
eptirtektavert, að Aristotelea, sem hefir ritað greini-
lega um smokktiska, talar einmitt um að einhver »hár«
sé á líkama þeirra {exovdi ó'e xai iQiyoi<iii arta ev ta> amixazi.
Hist. An. L. IV); en hans rit eru einna merkust og
flest í þeim sannað með seinni tíma rannsóknum,
þótt hann ritaði laungu fyrir Krists daga.
Sjómenn hafa og þókzt sjá »flugfisk«, en þá er
ekki um þá flugfiska að ræða, sem eru alkunnir og
eiga heima i heitari höfum; það eru litlir fiskar með
afar stórum eyruggum, sem þeir geta liðið á nokkra
stund, þá er þeir henda sig upp úr sjónum, og detta
þeir þá opt niður á skip. En þessir »flugfiskar«,
sem sjómenn hafa þókzt sjá hér við land, eru eitt-
hvað annað, en varlega gerandi að ætla allt ósatt
eða tómar ofsjónir, enda þótt mönnum geti margt
sýnzt og missýnzt á sjó, ef ósjór er, eða stormur,
eða fullt af stó’rfiskum allt í kríng, því þá eru allar
opnar ferjur í veði, og lífið með. Til eru smokkfiska-
tegundir, sem hafa húð á milli armanna, svo þetta
getur sýnzt eins og einhver flughúð eða vængir;
ýms sjódýr geta og hent sér upp úr sjónum—kann
skeMiálfflogið frá einum öldutoppi á annan, og þetta
getur hugsazt með ýmsu móti. Það er haft eptir
norskum skipstjóra einum, að hann hafi fundið tvo
smokkfisks-arma á kletti, en þeir voru samtengdir
með húð og 12 álna lángir. En þótt þeir nefni
»flugfisk«, þá þarf það alls ekki að vera fiskur, svo
sem áður er sýnt.
Enn fleira mætti segja um þetta efni, því að
»margt er í sjó«. Vér megum ekki gleyma því,
hversu stórt sjáfardjúpið er, og hversu litlar þær
skepnur^eru, sem þar lifa, f samanburði við allt
megin hafsins, hversu stórvaxnar sem oss sýnast
þær. Margt getur því verið óþekt enn af því sem