Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 137
137
fræði og auk þess hefur enginn maður, sem nú er
á lffi, átt kost á að kynna sjer landafræði Islands
og náttúrusögu eins vel og hann. Þorvaldur hef-
ur ferðast um Island í mörg ár, eins og kunnugt er,
og hefur hann nú kannað land allt nema Skapta-
fellssýslur. Enn er hann mjög fróður maður og víð-
lesinn í íslenzkum fræðum bæði að fornu og nýju.
Landfræðissaga Þorvalds ber vott um hvorttveggja
þetta og felst í henni mjög mikill fróðleikur um Is-
land til forna. Rcyndar vantar ýmislegt í liana,
sem hefði átt heima þar að rjettu lagi, t. d. margt
um gamia uppdrætti yfir Island, en slíkt er efiaust
mestmegnis að kenna bókaleysi þar í Reykjavík.
Ymsar viliur eru líka í bókinni, en það var ekki
við öðru að búast í svona yfirgripsmikilli bók. Að
öllu samanlögðu má telja, að bókin sje mjög vel af
hendi leyst.
Hjer er óþarfi að skýra frá innihaldi Landfræð-
issögunnar, því flestir sem lesa ritdóm þenna eiga
kost á að lesa hana sjálfa. Jeg ætla aptur aðbæta
ýmsu við frásagnir Þorvalds og lciðrjctta ýmislegt
í bók hans; þarf jegvarla að taka fram, að jeg geri
það alls ekki til að spilla fyrir bókinni, heldur til
þess að menn fái sem gleggsta og fyllsta hugmynd
um mál það, sem um er að ræða.
I kafla þeim sem Þorvaldur færir til úr Land-
námu (bls. 11) er þess getið, að Beda prestur Venera-
bilis nefni Tíli í Aldarfarsbók sinni. Hjer getur varla
verið átt við annað rit eptir Beda en »Chronicon«,
enda er aldafarsbók góð þýðing yfir það orð. Þeg-
ar jeg samdi ritgjörð þá í Timarit Bókmenntafjelags-
ins, sem getið er um fyrir skemmstu, trúði jeg Land-
námu og sagði að Beda gæti um Thule }í »Chro-