Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 138
138
1110011,en þetta er ekki rjett. í »Chronicon» er
•ekki minnzt á Thule einu orði eða að minnsta kosti
ekki í þeim þremur útgáfum, sem jeg hef átt kost
á að fara yfir. Aptur getur Beda um Thuleíþrem-
ur öðrum ritum: »De natura rerum«, »de tempori-
Bus» og »in libros Regum quæstionum XXX liber
vnus«. I fyrsta ritinu1 2 segir hann að frosið haf finn-
ist þegar siglt er eina dagleið norður frá Thyle.3
Athugasemdir eru við grein þessa eptir Bridefertus
Ramesiensis (hjer um bil 980) og segir hann þar að
9 daga sigling sje talin frá Bretlandi til Thyle, sem
yngst4 sje allra eya. Því næst færir hann til klausu
•eptir Plinius um hætti eyarskeggja. Thyle það sem
Bridefertus nefnir er eflaust ísland, og þar sem hann
geturþess, að Thyle sje yngst allra eya, bendirhann
eflaust til þess, au svo skammt var síðan að Island
fannst. A »de temporibus« er ekkert að græða
fram yfir það sem Pytheas og Plinius segja, enda
er vísað til Pytheasar5. Seinasta ritið er aptur all-
merkilegt að því er snertir ísland6 og skal jeg því
þýða hjer kafla þann úr því sem sertir Thule: »Því
þetta (að sífeldur dagur sje sumstaðar á sumrin) sjá
þeir, sem ala aldur sinn á eyunni Thyle. sem er
fvrir handan7 (þ. e. norðan) Bretiand eða búa yzt í
Skýtalöndum, verða á hverju sumri í nokkra daga,
því sólin sem sigin er til viðar og er undir jörðinni
1) Tímarit Bmfj. 1887, bls. 108.
2) Venerabilis Bedae Anglosaxonis Presbyteri Opervm Tom.
II. Coloniae Agrippinae. 1612 fol. bl. 8,39.
3) Sbr. bók Þorvalds, bls. 8.
4) »novissima«.
6) Beda: Opera. Tom. II., bls. 119-20.
6) Sama rit Tom. IV., bls. 345.
7) »vltra«.