Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 140
140
Bls. 14 nefnir Þorvaldur Galfried af Monmouth-
og sögur hans. Rjettara hefði verið að geta ur»
dánarár hans, 1154. Það er sannast að segja, a&
Bretasögur eru samkvæmar ritum Galfrieds, því
þær eru að mestu leiti þýðing af þeim, víða alveg
orðrjett. I brezkum nnnálum er viðar getið um för
Arthurs konungs til Islands en hjá Galfried. John
de Wavrin (lifði enn 1469) segir þannig, að Arthur
hafi farið með lið sitt til íslands (Yzland); liafi hann,
barizt þar, sigrað Islendinga (Yzlandois) og bælt þá
undir sig1. Til eru enn þá eldri sagnir um Arthur
konung og íslandsför hans en Galfricd var af Mon-
mouth. Þess er getið í innganginum til laga Játvarðs
konungs góða (1042—66j, að Arthur liafi lagt und-
ir sig ísland, Grænland, Vínland og fieiri lönd2. Eins-
og Þorvaldur sýnir fram á eru sagnir þessar og aðr-
ar þvílikar sagnir eintómar ýkjur, en þess má þ6
geta til gamans, að einstakir menn trúa sögum þess-
um enn í dag og það þótt þeir sjeu vel lærðir. De-
Costa trúir þannig Galfried de Monmouth eins og
nýu neti. Hann er sannfærður um, að Arthur kon-
úngur hafi siglt til íslands um 505 með miklu liði,
og að þar hafi þá verið talsverð byggð Ira, en seinna
meir hafi norrænir vikingar hrakið þá af landi burt3.
Bls. 36 er nefnt Svalbarð í Hafsbotnum. Optar
mun staður þessi vera nefndur Svalbarði, en aptur
er það eflaust rangt hjá Gustav Storm, þar sem hann
færir til »Svalbarður« i regístrinu við útgáfu sínaal
1) John do Vavrin: A collection of tho Chronicles and an-
cient Histories ot Great Biitain, now called England. Transl.
by Will. Hardy. LoimIoii. IBtil, Ids. aii7.
2) Lambardus: Aichleonomia (Loges Edv. Confess.) Canta-
brigiæ. 1044 fol., bls. Il8—19.
3) Arctic Exploration, bls. 1G1—62.