Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 141
141
islenzkuniannálum1 og vill láta það vera aðalmyndina.
Bls. 39 minnist Þorvaldur á hvalseymi í 5. neð-
•anmálsgreininm. Það er rjett, að hvalseymi stendur
i Diploinatarium Islandicum þar sem til er vísað,
en rjettara mun vera að leggja »funes balænarum*
•út svarðreipi.
Bls. 48 segir Þorvaldur að Jón biskup Halldórs-
son hafl verið Islendingur. Þetta er ekki rjett, þvi
•Jón biskup Halldórsson var Norðmaður, þótt hann
væri biskup í Skálholti um tíma.
Bls. 52 o. s. frv. er getið um leiðarstjörnu. Þess
hefði átt að geta, að stjarna þessi er líka kölluð sjóf-
arstjarna á fornri íslenzku2, en er nú venjulega
skölluð pólstjarna.
Bls. 53 er minnzt á útisetur, og getur höfundur-
inn þess til, að þær hafi verið til stjörnuspádóma.
Það er ekki ólíklegt, að sumir hafi setið úti i þessu
skyni, en eins og kunnugt er sátu menn stundum
úti til annars, eins og getið er um í Þjóðsögum Jóns
Arnasonar I. bls. 436—39, og hefði átt vel við að
vísa til þeirra.
Bls. 55 getur Þorvaldur um fyrstu sögur, sem
menn hafi af kompásnum í Norðurálfu. í Ny Illu-
streret Tidende Kria. 1876 nr. 23 er greinarkorn ;
»ErKompasset en norsk Opfindelse?« og erhúnkafli
úr ritdómi í Edinburgh Review. Þar er bent til
þess, að ekki sje ólíklegt, að Norðurlandabúar hafi
fundið upp kompásinn, og að Norðmenn hafi, ef tii
vill, notað hann á ferðum til íslands, en íslending-
ar á ferðum þeirra til Grænlands og Vínlands. Rit-
‘2) íslenzkir Annálar. Kria. 1888.
8) Maríu saga, ed. C. R. Unger. Kria. 1871, bls. 345.