Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 142
142
dómandinn styður þetta við, að norska (ísienzka) sje-
það alls eina mál þar sem nafnið á segulsteininum,.
»leiðarsteinn«, bendi á ieiðsluafl segulnálarinnar og
hann vill líka hálf't i hvoru iáta franska nafnið á
kompásnum »boussole« og ítalska nafnið »bossola«
vera komið úr norrænu. í Konráðs sögu keisara-
sonar er minnzt bæði á leiðarstein ogjárndraga og
stendur þetta þar: »Þú verdur stefnu þinni at hátta.
eptir himintungla gang ok þar medeptir leidarstein®1 2.
Þorvaldur getur þess, að Islands sje getið í hand-
riti af Solinusi frá 13. öld. Það sem stendur þar
um ísland er svo einkenuilegt, að vert er að færa
það til i heilu lagi: «Yslande. Þegar hafísinn á eyu
þessari rekst saman, þá kviknar í honum af' sjálfs-
dáðum, og brennur hann eins og trje, þegar kvikn-
að er í honum. Hjer eru sannkristnir menn, en á.
veturinn þora þeir ekki að fara út úr hreysum sín-
um, sem eru niðri í jörðunni, vegna hins mikla
kulda. En en ef þeir koma út fyrir húsdyr nístir
kuldinn þá svo, að þeir verða eins og holdsveikir
menn, fá frostbólgu og hörund þeirra breytir lit. Ef
þeir snýta sjer, þá dettur af þeim nefið og fleygja
þeir því burtu frá sjer með hornum«2.
Þar sem Þorvaldur minnist á sagnir Edrisi’s-
um ísland (bls. 62) sleppir hann því, að Edrisi segir,
að 12 daga siglinn sje frá Islandi til Noregs. Ekki
er ísland heldur kallað »Rislanda« í sumum ritun-
1) Fornsögur Suöurlanda, ed. G. Cederscbiöld. Lund 1879.,
bls. 173.
2) Archiv der Gesellschaft fiir altere deutsche Geschichts-
kunde. Herausgeg. von G. H. Pertz. Hannover 1838, bls.
887-89.