Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 143
143
um, sem Þorvaldur vísar til. Storm nefnir það »Ris-
lándah«, en Mehren xReslandeh*.1
Ordericus Vitalis, enskur klerkur (f 1142), samdi
kirkjusögu og er þess getið þar, að Orkneyar, Fin-
landa, ísland og fleiri eyjar lúti Noregskonungi2. Þetta
er að vísu ekki merkilegt, en þó er vert að taka
það fram, úr því það er svo gamalt. Ekki er það
heldur rjett hermt, að Island hafl lotið Noregskon-
ungi um þessar mundir, en um þetta leiti voru svo
miklar samgöngur milli Noregs og íslands, að eðli-
legt er, þótt útlendingar, sem ekki þektu greinilega
til, hjeldu að Island teldist til Noregs.
Þess má geta við 2. neðanmálsgrein bls. 69, að ,
casula er hökull eða að minnsta kosti prestlegt klæði
eitthvert, en casule ekki.
Bls. 67—80 drepur Þorvaldur á ferðir Zeníanna
norður í höf og kemst að þeirri niðurstöðu, að ferða-
saga þeirra muni vera uppspuni að miklu leiti. Þetta
er eflaust alveg rjett, og hef jeg reyndar engu við
að bæta, en jeg get ekki stillt mig um að getaþess,
að Grísli Brynjúlfsson háskólakennari sagði mjer einu
sinni, að hann gæti sannað með óyggjandi rökum,
að Zeníarnir hefðu komið til Norðurlanda. Hann
ljezt ætla að semja ritgjörð utn ferðir Zeníbræðr-
anna og vildi því ekkert segja, að svo stöddu, um
rannsóknir sínar, en jeg gat þó ráðið af orðum
hans, að hann vildi láta Frísland vera einhvern eya-
klasann við Suðureyar, Orkneyar eða Hjaltland.
Aldrei samdi Gfsli ritgjörð um Zeniana og veit því
1) Annaler for nordisk Oldkyndigked 1857. bls. 187.
54) Histora ecclesiastica í Historiae Normannorvm scrip-,
tores antiqui eptir Andreas Dvcbesnius (Ducbesne). Lut. Paiús.
1619 fol., bls. 767.