Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 144
144
enginn, hvort nokkur heil brú hefir verið í skoðun-
um hans.
Bls. 82 og 91 getur Þorvaldur um tímaritsgrein
eptir B. F. de Costa og kallar hana »Inventio fortu-
nata«. Greinin heitir »Artic Exploration« og er í
tímariti því, sem Þorvaldur visar til, 1881, bls. 159
—92. Aptur er það rjett, að grein þessi er mest-
megnis um bók eptir Nicolas de Linne um ferðir
hans norður í höf. Bókin hjet »Inventio fortunata«,
en er nú týnd.
Bls. 83—101 lýsir Þorvaldur Islandi á landa-
brjefum miðaldanna. Honum hefur tekizt langverst
með kafla þenna, því fyrst og fremst getur hann
ekki um ýms merkileg íslandskort, sem til eru frá
tímabili þessu, og svo eru kortalýsingar hans, það
sem þær ná, viða ónákvæmar eða jafnvel rangar,
eins og við er að búast, því hann hefur ekki átt
kost á að nota heimildarrit þau, sem hann þurfti að
halda á. Kortasöfn eru mjög dýr, og er því ekki
von á að þau sjeu til á Landsbókasafninu í Reykja-
vík. »Geographie du moyen age« eptir Joachim
Leleivel er eitt af aðal-heimildarritum Þorvalds, og
er það að vísu merkileg bók enn þá, en kortin eru
alveg úrelt og hafa að öllum líkindum aldrei verið
talin góð, jafnvel ekki þegar bókin kom út. Enn
má geta þess, að Þorvaldur gerir mjög sjaldan til-
raun til að skýra nöfu þau sem koma fyrir á göml-
tum íslandskortum, og er það þó alvenja þegar líkt
stendur á. Það liggur líka í augum uppi, að það er
engu síður merkilegt, að vita, hver staðanöfn á Is-
landi voru kunn út um heiminn á miðöldunum, en
að vita hnattstöðu Islands og hvernig það er í
laginu á landabrjefum miðaldanna. Jeg skal nú
reyna til að bæta úr skák og leiðrjetta, þar sem